Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 159
SKÍRNIR
TRÚARHUGMYNDIR MATTHÍASAR
157
í Passíusálmum Hallgríms, eiga ekki rúm í þeim trúarlieimi sem
Ljóðmælin birta, og finnst mér það segja mikið um trúarafstöðu
Matthíasar að slíkt er naumast nefnt á nafn í Ljóðmælum. Trú-
arheimur Matthíasar er heimur kærleika, góðvildar, mannúðar
og velvilja. Hann tilbiður einn guð — guð sem elskar alla og
kemur til vegar viðreisn fyrir alla menn.
Ljóð Matthíasar einkennast ekki af beinurn biblíuáhrifum.
í Ljóðmælum eru engin frumort biblíuljóð. Hins vegar þýðir
hann þrjú Ijóð biblíulegs efnis (Páll postuli í storminum, bls.
373, Fjallræðan, bls. 376 og Móses í Níl, bls. 379, öll eftir Karl
Gerok). Þeim mun meira hreifst Matthías af ýmsum andans
mönnum, einkum ameríska únitaranum W. E. Channing, en
hann hefur sýnilega haft mest áhrif á Mattliías allra guðfræð-
inga. Þau frávik Matthíasar frá rétttrúnaði síns tíma, sem koma
fram í Ljóðmælum og að ofan getur, eru að miklu leyti áhrif frá
W. E. Channing. En lúterska kirkjan á íslandi átti eftir að nálg-
ast trúarheim Matthíasar og fjarlægjast þær trúarkenningar sem
hann gagnrýndi sem mest.
1 Sögukaflar a£ sjálfum mér, bls. 50.
2 Sögukaflar, bls. 76—77.
3 Sögukaflar, bls. 154, 157.
* Sögukaflar, bls. 158, 216.
5 Matthías Jochumsson. 11. nóv. 1835 — 11. nóv. 1905. í tilefni af 70 ára
afmæli hans, bls. 30—31.
6 Unitarian Christianity and other Essays, bls. 4, 11.
7 Unitarian Christianity and other Essays, bls. 18, 27.
8 Á bls. 40 í ritgerðasafni Channings nefnir hann „seven thorny points"
Kalvínista: (hér að vísu aðeins fimm) (a) Divine Providence: Nature
and all created things are sustained and dependent at every moment on
the sovereign will o£ God. (b) Human Depravity: Man, through his
inheritance from Adam and because of his own nature, is completely
sinful and deserving of damnation. (c) Efficacious Grace: Man can be
saved only by grace, which is the free gift of God. (d) Divine Election:
God, being completely sovereign in his rule, is under no obligation to
save anyone. Being both omniscient and omnipotent He knows from the
beginning those who are predestined to be damned and those „elected"
for salvation. (e) Perseverance of the Saints: Those chosen by God, hav-
ing the power to do his will, manifest their grace in holy perseverence
to the end.