Skírnir - 01.01.1982, Qupperneq 164
162
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
gagngerða breytingu á þeirri utanríkisstefnu, sem segja má, að íslendingar
hafi fylgt frá tímum Napóleons-stríðanna. Sú stefna miðaðist við það, að
ísland væri á bresku valdsvæði vegna legu sinnar í Atlantshafi og flotaveldis
Breta. Meðan íslendingar höguðu skiptum sínum við önnur ríki samkvæmt
þessu, þ.e. léðu engu öðru stórveldi fangstaðar á sér, síst af öllu veldi fjand-
samlegu Bretum, trúðu þeir Jrví, að Bretaveldi léti þá í friði. Þeir treystu
því einnig, að Bretar hlytu vegna eigin hagsmuna að verja landið fyrir
ágangi annarra stórvelda. Við þessi hagsmunatengsl bættist, að báðar þjóð-
irnar bjuggu við sama stjómarfar, þingræði og lýðræði. Þetta eru megin-
ályktanir, sem dregnar eru af óteljandi heimildum í ritinu Ófriður i aðsigi og
Sigurður Líndal gerir óspart að sínum i Skirni. Ríkisstjórn íslands 1938—39
hélt sig fast við markaða stefnu, og hún gat reitt sig á óskoraðan stuðning
Alþýðuflokksins og fiestra forráðamanna Sjálfstæðisflokksins með Ólaf Thors
í broddi fylkingar.
Gunnar Thoroddsen vildi snúa af þessari stefnu og láta Breta og Þjóð-
verja tryggja sjálfstæði og fullveldi landsins. Til að leita slíkrar tryggingar
hefðu íslendingar fyrst orðið að breyta þeim viðmiðum, sem lýst er að ofan.
Hefði tryggingin fengist (sem er óhugsandi, sé litið til afstöðu Breta), hefði
verið komið hér á jafnræði með stórveldunum tveimur, sem tókust á um
völdin í Norðurálfu. Landið hefði þá ekki lengur getað talist á bresku vald-
svæði. Hlutleysi þjóðarinnar hefði tekið á sig nýja mynd, staða hennar
gagnvart stórveldunum hefði gerbreyst Þjóðverjum í hag.
Ég get ekki séð, að það hefði haggað þessu, þótt íslendingar hefðu farið
að ráðum Gunnars og gert Bandaríkjamanninn Vilhjálm Stefánsson að for-
seta. Þeirri ráðagerð Gunnars var þó augsýnilega ætlað að vekja áhuga
Bandaríkjamanna á örlögum Islands.
Lx'tum þessu næst á tvo síðustu liðina í málflutningi Gunnars. Þar lagði
hann sýnilega út af aðaltillögunni, þ.e. að íslendingar breyttu í reynd utan-
ríkisstefnunni og bæðu Breta og Þjóðverja að tryggja fullveldi sitt. Því fylgdu
„viss skilyrði um stjórnarfar vort innanlands", stjórnarstefnan mætti ekki
vera „fjarlæg og fjandsamleg stjórnmálastefnu þeirra“, verndarríkjanna
tveggja. Þýskaland „beitir sér af öllum sínum mikla mætti gegn hinum al-
þjóðlega bolsévisma“, sagði Gunnar, þegar hann hafði sleppt orðinu um þá
stjómmálastefnu, sem hér mætti ekki fylgja. Hann bætti því við, að „hinar
svæsnu árásir Þýskalands gegn Tékkóslóvakíu stöfuðu að talsverðu leyti af
því, að áhrifa hinnar rússnesku bolsévikkastjórnar gætti þar mikið“. í
Tékkóslóvakíu fóru reyndar lengst af með völd ríkisstjórnir, sem studdust
við flokka svipaða Framsóknarflokknum og jafnaðarmenn. Við skulum samt
gera ráð fyrir því, að Gunnar hafi látið blekkjast af áróðri nasista og trúað
því, að „marxistar“ sætu við völd í Tékkóslóvakíu.
Gunnar hafði nú lýst því við hvaða ríki Þjóðverjar gátu ekki átt vinsam-
leg samskipti. Þá vék hann að íslandi og spurði, hver væru viðhorfin hér.
Svarið var: íslendingar eru þjóðernissinnaðir (eins og Þjóðverjar) og þurfa
þess vegna „að vera vel á verði gegn hinum alþjóðlegu öflum kommúnism-