Skírnir - 01.01.1982, Qupperneq 168
166
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
riðnir voru við grimmdarverk Hitlers, hafa sloppið við ákæru m.a. vegna
skorts á sönnunargögnum.17 En jafnvel þótt fullkomin vitneskja hefði legið
fyrir um atferði Gerlachs í fangabúðunum, er með öllu óvíst, hvort það hefði
talist saknæmt. Bandamenn höfðu t.d. gögn, er sýndu hlut Gerlachs að hat-
ursáróðri, sem fram fór samhliða útrýmingu gyðinga, en ekki var sök hans
þó talin gefa ástæðu til málshöfðunar.M
6. Werner Gerlach og vinnubrögð SS-manna og stjómaierind-
reka (188—90)
Sigurður reynir að hnekkja því, að Gerlach ræðismanni hafi ekki ein-
göngu verið ætlað að starfa hér að hætti venjulegra stjórnarerindreka, heldur
hafi hann líka átt að beita vinnubrögðum SS og Gestapó. Röksemdafærsla
Sigurðar er þessi: Gerlach greindi sig í engu frá venjulegum sendimanni,
hann aflaði upplýsinga, sinnti áróðri og „hvorttveggja þetta má gera án
þess að beitt sé vinnubrögðum viðsjárverðustu afla Þriðja ríkisins, SS og
Gestapó, og án þess að vera útsendari [Himmlers] hins siðlausasta meðal
siðlausra".
Athugum nú, hver Gerlach var í raun og veru og hvernig hann greindi
sig frá öðrum stjórnarerindrekum. Við vitum, að á árunum 1938—39 var
utanríkisþjónustan þýska endanlega lögð undir yfirráð Nasistaflokksins. Hún
hvarf óðum frá alþjóðlegum leikreglum sendimanna og tileinkaði sér þau
bolabrögð, sem voru þýskum nasistum eiginleg og þeir töldu sér til gildis.
Alan Bullock segir svo um þetta í undirstöðuriti sínu, Hitler. A Study in
Tyranny:
Hitler hafði i fyrstu verið á þeirri skoðun, að samvinna við atvinnu-
diplómata og hershöfðingja væri sér lífsnauðsynleg, en hann fékk
snemma óbeit á ráðgjöf utanríkisráðuneytisins. Hann taldi stjórn-
málahefðir þess og siðvenjur of virðulegar og takmarkaðar fyrir þær
nýjungar, sem hann hugðist taka upp í utanríkismálum og mætti jafn-
vel líkja við aðferðir bófa og byltingarmanna.... Þeir [embættismenn
utanríkisráðuneytisins] héldu sig enn við fomar hefðir í stað þess að
beita byltingaráróðri, spillingu og æsingum, þeim brögðum fimmtu
herdeildarinnar, sem hann ætlaði að nota til að leggja alla andstöðu
að velli.19
Þýskir nasistar höfðu að vísu ekki hikað við að beita erlendar þjóðir of-
beldi og vélum fyrir 1938. En það er óyggjandi, sem Bullock segir, að með
ráðherradómi Joachims von Ribbentrops fengu nasistar brátt fulla útrás í
skiptum við aðrar þjóðir.
Þessi eðlisbreyting á þýsku utanríkisþjónustunni opnaði Werner Gerlach
leið til ræðismannsembættis í Reykjavxk. Hann var fulltrúi hinna nýju herra
og siða í þýsku utanrxkisþjónustunni. í raun var Gerlach ekki stjórnarcrind-
reki, diplomat, í fyllstu merkingu þess orðs. Hann var flokksmaður, foringi í
öryggisliðinu SS, sem fengið hafði leyfi frá prófessorsembætti til að starfa um
tiltekið árabil á íslandi. í þetta starf var hann skipaður að fyrirlagi yfir-