Skírnir - 01.01.1982, Qupperneq 171
SKÍRNIR
BRÉF TIL SKÍRNIS
169
dráttum öllum samskiptum íslendinga við Pan-American 1937—39. Þar kem-
ur m.a. fram, að í marsbyrjun 1939 hafði ríkisstjórnin og „formenn þing-
flokkanna" lýst sig „samþykka þeim aðalatriðum, sem P.-A.A. hefir talið lík-
leg til samkomulags" við íslendinga, þ.e. eignaraðild að flugfélagi, sem
hefði sérleyfi til innan- og utanlandsflugs.22 Það er því óumdeilanlegt, að
þjóðstjórnarflokkarnir höfðu allir tekið þá stefnu að starfa með Bandaríkja-
mönnum í flugmálum. Stríðið kom í veg fyrir þessa samvinnu, svo sem sjá
má af bandarískum gögnum.
8. Námuvinnsla við Önundarf jörð og fleira (193—96)
I frásögn minni af þessu máli eru villur, sem ég hef nú leiðrétt í annarri
prentun bókarinnar.23 Fyrst er þess að geta, að fyrirætlanir um námugröft
við Önundarfjörð áttu sér mun lengri aðdraganda en segir i bókinni. Krist-
ján Torfason stóð í samningum um námuréttindi við breska lögmanninn
Newcome Wright mörgum árum áður en Páll Torfason, Steinn Emilsson og
Walter Iwan reyndu að vekja áhuga Þjóðverja á náttúrugæðum við Önund-
arfjörð. Kristján kom þá hvergi nærri, því að hann andaðist 1932 (ekki 1931
eins og Sigurður Líndal segir).
Nokkru eftir útkomu bókar minnar ritaði Haraldur Asgeirsson (bróður-
sonur þeirra Páls og Kristjáns) grein í Lesbók MorgunblaSsins. Hann rakti
þar ýmsar þjóðþrifaframkvæmdir þeirra Torfasona á Flateyri.24 Efni grein-
arinnar var þó að langmestu leyti óviðkomandi þeim málum, sem ég hafði
fjallað um í bók minni. Athugasemdir Haralds við verkið voru auk þess
þannig, að honum tókst ekki fyllilega að leiðrétta þær villur, sem mér
höfðu þvx miður orðið á í frásögninni.
Ég hef gögn frá Sveini Björnssyni, sem sýna að Páll Torfason bauð
þýskum njósnaforingja „námu- og vatnsréttindi i Önundarfirði og Arnar-
firði“. Réttindi þessi „hefur hann [Pállj talið að mikilsvert gæti verið
fyrir Þjóðverja að hafa umráðarétt yfir, ef til ófriðar kæmi“. í bréfum öld-
ungsins til þýska njósnarans voru auk þess „upplýsingar um pólitískar
ástæður heima ... og um einstaka menn". Ég lét þess getið, að Páll hefði
átt að baki „ævintýralegan fjármálaferil“ og hefði ekki verið kunnur að
heiðarleika í viðskiptum.25 Þetta er það orð, sem fór af Páli eins og ég
sannreyndi af viðtölum við marga valinkunna menn af þeirri kynslóð, sem
þekkti til umsvifa hans. En Sigurður Líndal rekur eftir Haraldi Asgeirssyni
umsvif Torfasona og segir: „Sök þessara manna“ hefur „ef til vill einkan-
lega verið sú að tefla of djarft." Ég hef ekki borið þá bræður neinum „sök-
um“, umfram það sem segir hér að ofan um Pál, og hitt, sem var rangt, að
Kristján Torfason hefði verið í félagi með Steini Emilssyni 1936. Af þessari
ástæðu hefði mátt ætlast til þess, að Sigurður gerði grein fyrir því, hverju
fiskiðja þeirra bræðra og fjárhagsfórnir í þágu Önfirðinga breyttu urn frá-
sögn nu'na af tilboði Páls Torfasonar til Þjóðverja. Á Sigurður við, að Páll
hafi viljað efla atvinnulíf Vestfirðinga á strxðstímum með því að láta Þjóð-
verja hreiðra þar um sig? Telur hann mig hafa farið með ósannindi um