Skírnir - 01.01.1982, Side 174
172
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
urn verður að lýsa. í næstu bindum verksins koma sósialistar líka mjög við
sögu, og afskipti þeirra af utanríkismálum setja mark sitt á öll samskipti
íslendinga við stórveldin. Af þessum sökum hlaut ég að verja allnokkru
rúmi til að lýsa og kryfja afstöðu kommúnista og sósíalista í þessu upphafs-
bindi verksins. Sú lýsing er að mínu mati í knappasta lagi.
Sigurður segir, að hann geti „ekki varist þeirri hugsun að höfundur hafi
látið skoðanir og viðhorf framsóknarmanna um of hafa áhrif á dóma sína
um menn og málefni". Sú forsenda, sem hann gefur sér í þessari umsögn, er
röng. Annað dæmið, sem hann nefnir um áhrif framsóknarmanna, þ.e. um-
mæli mín um „friðkaupastefnu“ íslenskra stjórnmálamanna, gengur líka
þvert á niðurstöðu hans. Ég notaði þetta hugtak einmitt til að lýsa viðleitni
framsóknarmanna til að milda blaðaskrif um Þriðja ríkið. Eysteinn Jónsson
hnaut um það í handriti og þótti óviðeigandi, en röksemd mín var sú, að
tilslakanir allra Vestur-Evrópuríkja við Hitler hefðu verið af sömu rót;
óttanum við vaxandi veldi Þjóðverja, sem ógnaði sjálfstæði allra þessara ríkja.
Áður en Sigurður gaf sér það, að ég hefði látið framsóknarmenn hafa of
mikil áhrif á mig, hefði hann átt að huga að þeim formálsorðum, sem hann
vísaði frá sem sjálfsögðum hlut: „Ég hef ákveðin viðmið, sem ég tel óheiðar-
legt að leyna.“3l Það vill svo tii, að þessi viðmið mín eru áþekk þeim, sem
framsóknarmenn höfðu í afstöðu sinni til stórveldanna. Jafnaðarmenn litu
stórveldin einnig sömu augum, en i Sjálfstæðisflokknum bar mönnum meira
í milli um afstöðu til Þýskalands fram til 1938—39. Ég efast ekki um, að
dómar mínir um menn og málefni ráðist af þessum staðreyndum. Þar við
bætist, að framsóknarmenn voru við völd allan fjórða áratuginn, svo að
ekki er að furða, þótt þeirra sjónarmiða gæti víða í frásögninni. í ljósi sög-
unnar tek ég undir þessi orð Sigurðar í fyrri ritdómi hans um bók mína:
Og þeir sem forystu gegndu [á Islandij, virðast mér vaxa við frásögnina.
Ég fæ ekki betur séð en þeir hafi haldið á málum af gætni og festu,
einmitt þegar mest á reið og Islendingar voru að stíga fyrstu skref sín
á braut utanríkismála.32
10. Heimildir utan texta og innan (197—98)
Til að sinna kröfum Sigurðar hefði ég átt að skrifa tvær ritgerðir utan við
meginefni bókarinnar, aðra um afstöðu mína til sagnritunar, en hina um
þær heimildir, sem ég styðst við, „hverjar þær séu, hvar þær sé að finna“
og hvernig ég „telji að eigi að beita þeim, t.d. hvað beri að varast við álykt-
anir". Með slíkum kafla telur Sigurður, að gildi ritsins „hefði aukist að
mun", og á það sennilega að hans mati við um fleiri rit en mín. Olíkt ýmsum
sagnfræðiritum íslenskum er þó jafnóðum vísað í heimiidir í bókartextanum
„alla jafna kostgæfilega". Ætti því ekki að þurfa að vefjast fyrir neinum,
hver þau gögn eru, sem þar er stuðst við. Tilgreint er, hvar öll viðkomandi
skjöl er að finna. Þeir, sem rannsakað hafa „firn“ fjölbreyttra frumheimiida,
munu sjá í hendi sér, að ógjörningur væri að fara að ráðum Sigurðar og
leggja allsherjar mat á þær. Hvaða mælikvarða ætti að leggja þar á? Heim-