Skírnir - 01.01.1982, Síða 175
SKÍRNIR
BRÉF TIL SKÍRNIS
173
ildum er vitaskuld unnt að beita á óteljandi vegu, í einum og sama skjala-
flokknum eru iðulega gögn, sem eiga fátt eða ekkert sameiginlegt. Heimilda-
gildið verður að meta í ljósi þeirra spurninga, sem sagnfræðingurinn reynir
að svara í verki sínu. Þessar spurningar eru að sjálfsögðu uppistaða bókar-
textans, þar sem fram fer greining á heimildunum. í textanum á að vera
unnt að ganga að öllum þeim ályktunum og fyrirvörum, sem höfundur vill
koma á framfæri við lesandann.
Annað mál er það, að heimildaskrár eru nauðsynlegar í sagnfræðiritum.
Flestir munu telja það eðlilegra, að í fjölbindaverki eftir sama höfund sé slík
skrá birt í síðasta fremur en fyrsta bindi.
11. Æsileg frásögn (198—200)
Sigurður heldur því fram, að ég hali leiðst „afvega" í viðleitni við að
skapa spennu í bókinni. Til að styðja þetta bendir hann á gagnrýni sína á
frásögnina um Werner Gerlach. Hann segist ennfremur taka undir athuga-
semdir, sem Björn Bjarnason gerði við lýsingu mína á „flugmálinu" x tíma-
ritinu Frelsinu.33 Loks telur hann, að kaflinn „Njósnir og Iaunráð" sé of
æsilegur, en rökstyður það ekki.
Ég bið lesendur enn að hugleiða, hvort þeim þyki rétt af Sigurði að lýsa
SS-foringja, sem Himmler gerði út til undirróðurs, sem réttum og sléttum
ræðismanni. Ég held fast við mína „æsilegu" lýsingu á Gerlach. Það er ekki
vegna þess, að hún hlaði frásögnina spennu, heidur hins, að hún er að mínu
viti miklu nær raunveruleikanum um þann „æsingar- og undirróðrannann“,
sem hér um ræðir.
Ég ætla nú að draga saman í fimm Iiðum og svara þeim athugasemdum
um „flugmálið", sem Sigurður segist sammála Birni Bjarnasyni um:
(1) í sendinefnd Þjóðverja, sem hingað kom til að heimta flugaðstöðu,
voru engir áhrifamenn.
Þetta er rétt, svo langt sem það nær. Af þessu má þó ekki álykta, að flug-
réttindin hafi verið Þjóðverjum lítils virði hernaðarlega eins og Björn viiðist
gera. Þjóðverjum hlýtur að hafa verið ljóst, að það hefði aðeins getað spillt
fyrir þeim að senda hingað kunna valdsmenn til að leita eftir flugaðstöðu.
Erindrekstur þeirra hefði dregið enn frekari athygli að hernaðarfyrirætlun-
urn, sem lágu að baki áætlunum Lufthansa. Tortryggni íslendinga, sem var
ærin, hefði fyiirsjáanlega aukist og með henni tregða þeirra til að veita
Þjóðverjum aðstöðu. Sendiför áhrifamanna hefði sjálfkrafa komist inn í
fréttir heimsblaða og leitt til viðbragða annarra stórvelda, einkum Breta.
Vænlegasta leiðin fyrir Þjóðverja til að ná hér aðstöðu var að láta sem
minnst á öllu bera og skírskota til réttinda, sem þeir höfðu áunnið sér á
tímum Weimarlýðveldisins. Þessa leið fóru þeir.
(2) Hermann Jónasson forsætisráðherra „lofaði að taka tillögu Lufthansa
tii athugunar, þegar tímabært yrði að hefja flug til íslands".
Ég býst við því, að Björn vilji gefa það í skyn, að ríkisstjórnin hefði getað
hugsað sér að samþykkja tillögu Þjóðverja síðar. En svo var ekki, eins og sjá