Skírnir - 01.01.1982, Qupperneq 177
SKÍRNIR BRÉF TIL SKÍRNIS 175
foringinn þýski hefði getað auglýst sér til skjóls, því að Þjóðverjar fóru ekki
fram á slíkan samning við íslendinga.
Björn setur fæstar athugasemdir sínar fram í formi fullyrðinga heldur
varpar fram ýmsum spurningum til umhugsunar. Hann tekur það líka fram,
að ég telji, að ýmsir þættir í sögu „flugmálsins" verði ekki raktir með neinni
vissu. Ástæður Þjóðverja hljótum við þó að meta eftir einni heimild, sem
fyrir liggur um það efni frá þeim sjálfum. Þar segir:
í mars á þessu ári [1939] fóru fulltrúar Lufthansa til íslands að frum-
kvæði flugmálaráðuneytisins, sem var mjög umhugað um að koma á
flugsamgöngum [við Island], meðal annars af hernaðarástæðum.35
Ég hef nú svarað þeim rökum, sem reynt hefur verið að leiða að því, að
ég hlæði frásögn mina óhóflegri spennu á köflum. Kjarni málsins er sá, að
aðdragandi ófriðarins og styrjaldarárin voru æsilegt tímabil í sögu Islend-
inga og álfunnar allrar. Heimurinn hafði umturnast, menn sáu hættur
steðja að landinu úr mörgum áttum, sumar raunverulegar, aðrar ekki. Frá
sjónarmiði samtíðarinnar var tekist á um frelsi eða ófrelsi, líf eða dauða,
brauð eða sult. Þetta var sá heimur, sem ég hef tekið að mér að lýsa. Til
þess beiti ég þeim aðferðum, sem sagnfræðin á sameiginlegar með öðrum
mannvísindum, en líka þeirri, sem einkennir sögu og gjarnan mætti með
Sigurði Líndal kalla „innlifun" (174). Verk mitt væri unnið fyrir gýg, ef
lesendur gætu ekki fundið í því einhvern blæ af stormum þessarar tíðar.
Hvernig var mönnum innar.brjósts hér, þegar þýskir nasistar sneru frá land-
vinningum á meginlandinu og kröfðust flugaðstöðu i landinu með hramm-
inn reiddan? Hvernig var að stýra varnarlausu landi, þegar heimurinn var
að fara í bál og brand?
Ég fæ ekki betur séð en Sigurður leiði sjálfan sig afvega, þegar hann
virðist gera það að takmarki sínu að skilja viðburðina eins hversdagslegum
skilningi og hugurinn leyfir, sbr. lýsingu hans á starfsskyldum Gerlachs. I
„flugmálinu" verður sannfræðin að víkja fyrir þessu takmarki, en við það
verður málið svo æsilegt, að trúgjörnustu menn fyllast efasemdum.
„Njósnamálin", sem Sigurður gerir einnig lítið úr, bera einmitt með sér
öryggisleysi þessa tíma. Hvernig brugðust Sveinn Björnsson og Hermann
Jónasson við, þegar þeir töldu sig komast að því, að njósnanet Þjóðverja næði
til íslands? Hvernig orkaði sú tilhugsun á Svein að hafa sjálfur njósnara á
hælunum, þegar hann fór um götur Kaupmannahafnar? Við vitum nú, að
meira var gert úr þessum njósnamálum en efni stóðu til. Það er margsinnis
sagt í bókinni, þótt Sigurður virðist ekki hafa tekið eftir því.36 En ískyggileg
voru þessi mál samt í augum samtímamanna.
Þegar segja skal frá atburðum þessa tímabils, er vandratað meðalhófið, og
víst er, að enginn getur skilað okkur tíðarandanum nákvæmlega ,eins og
hann var‘. Ég hef reynt að halda mig innan þess ramma, sem mér virðast
staðreyndir setja mér. Lífsreynsla fjórða áratugarins sýnist ekki ýkja æsileg
frá húsi Lagadeildar 1981. En það getur ekki breytt mínu viðhorfi.
Þar sem ég hef nú svarað höfuðatriðunum í gagnrýni Sigurðar, skal árétt-