Skírnir - 01.01.1982, Qupperneq 178
176
ÞÓR WHITEHEAD
SKIRNIR
að, að ég kann honum þakkir fyrir að hafa kynnt sér verk mitt og skrifað
um það langt mál. Þótt þessi svargrein hljóti að fjalla um ágreiningsefni
okkar, virðist mér sem við séum sammála um alla meginþættina í sögu
utanríkismála á fjórða áratugnum. Ætli okkur greini heldur beinlínis á
um aðferðir við söguritun? Ég þykist hins vegar sjá á skrifum hans einn
helsta meinbuginn á gagnrýni þeirri, sem hér örlar enn á í sagnfræði og
fleiri greinum. Gagnrýnandinn tekur sér fyrir hendur að tíunda þær smá-
skekkjur, sem höfundi hafa orðið á við úrvinnslu heimilda. Gagnrýnin er
sett fram í ströngum umvöndunartón. Það á ekki að dyljast, að lærimeistari
er að setja ofan í við viðvaning af yfirburðalærdómi og fræðilegri ögun.
Þar sem lesandi með heilbrigða skynsemi grillti í mýflugur, eru nú komnir
úlfaldar. Þessi íslenska dómsaðferð er gjörólík þeirri, sem stunduð er í
löndum, sem eiga sér lengsta og besta hefð í fræðilegri gagnrýni.
Mín afstaða er þessi: rit mitt er ófullkomið framlag til þekkingar á einu
timabili sögunnar. Ég er tilbúinn að endurskoða allt það, sem sannast að
ckki eigi við rök að styðjast. Ég teldist hólpinn, ef í verki mínu fyndust ekki
með tímanum ýmsar fleiri skekkjur af því tagi, sem Sigurður Líndal hefur
tínt saman og ég hef leiðrétt i annarri prentun ritsins.37 Þeir, sem halda, að
sleppa megi við slíkar villur í löngu ritverki, þurfa ekki annað en líta á
sambærileg glöp Sigurðar, sem hann hefur knúið mig til að rekja í þessari
grein. Engin leiðrétting hans hnekkir meginniðurstöðum verksins, og þær
stæðu sennilega óhaggaðar, jafnvel þótt ég hefði rangt fyrir mér um öll þau
atriði, sem við deilum um. Eigi að síður segir Sigurður f greinarlok: „Öll
eru dæmin sem hér hafa verið talin svo veigamikil að tiltrú á verkið í heild
hlýtur að veikjast." Ég verð að biðja lesendur að leiða hugann að yfirliti Sig-
urðar um það tímabil, sem bókin fjallar um. Þar er tekið undir allar höfuð-
niðurstöður mínar, svo að ég gæti ekki kveðið skýrar eða fastar að orði. Þótt
ýmsir hafi sýnt bókinni tiltrú, hefur enginn gert það með jafnsannfærandi
hætti sem Sigurður Líndal. Hann hefur sýnt trú sína í verki.
1 Ófriður i aðsigi. Island i siðari heimsstyrjöld (Reykjavík: Almenna bóka-
félagið, 1980), bls. 77. Nefnd hér eftir: Ófriður.
2 The Terrible Secret (London: Weidenfeld and Nicolson, 1980).
3 Sú kenning hefur verið sett fram fyrir nokkrum árum, að Adolf Hitler
hafi enga ábyrgð borið á útrýmingu gyðinga í síðari heimsstyrjöldinni.
Þáttur hans í útrýmingunni verði ekki sannaður með skriflegum heim-
ildum, því teljist hann sýkn saka. Sjá David Irving: Hitler’s War (Lond-
on: Hodder & Stoughton, 1977).
4 Ófriður, bls. 86.
5 Jörgen Steining: „Danmark og Island“, Den Danslie Rigsdag 1849—1919,
VI. (Kaupmannahöfn: J.H. Schultz Forlag, Statsministeriet og Rigsdag-
ens Præsidium, 1953), bls. 397. Jón Krabbe: Frd Hafnarstjórn til lýð-