Skírnir - 01.01.1982, Side 180
178
ÞÓR WHITEHEAD
SKÍRNIR
væri frjálst og fullvalda ríki.. .. Unr það vildum við ekki semja — síst
með uppsegjanlegum samningi — og um það var ekki samið. Þetta var
ekki samningur heldur grundvöllur, sem samningurinn í lögunum var
byggður á.
Alveg eins var um hitt atriðið, konungssambandið. Um það var ekki
samið, heldur var því slegið föstu, að við vcerum í sambandi við Dani
um einn og sama konung. Þetta var heldur ekki samningur, heldur
samningsgrunduó'I/tír.
Eftir orðalagi laganna gildir eitt og hið sama um þessi tvö atriði, full-
veldið og konungssambandið. Okkur er jafnóheimilt að segja upp kon-
ungssambandinu eins og Dönum er óheimilt að segja upp, eða taka
aftur, fullveldisviðurkenninguna.... Og hvergi annars staðar er að finna
hcimild til þess. M.ö.o. við höfum ekki, að minni skoðun, lagalega eða
samningalega, heimild til þess að slíta einhliða konungssamband-
inu....
Sú skoðun, að uppsagnarheimildin nái til allra sambandslaganna, virð-
ist þannig byggð á misskilningi. Þessi misskilningur þyrfti að hverfa
sem fyrst — af ýmsum ástæðum.
Vegna sjálfra okkar. Við hljótum á komandi árum að einbeina hugsun
vorri að framtíðarsamningum við Dani. Tel ég mikils virði að menn ein-
beiti sér um það sem raunverulega er eða getur orðið efni þeirra samn-
inga, en láti það liggja milli hluta, sem eftir núgildandi ákvæðum um
það efni liggur utan við slíka samninga . . .“.
(Stafsetning færð til nútímahorfs.)
1 Matthías Johannessen: Ólafur Thors: Ævi og störf (Reykjavík: Al-
menna bókafélagið, 1981), I., bls. 363—65. II., bls. 137—46. Einar Olgeirs-
son: ísland i skugga heimsvaldastefnunnar, Jón Guðnason skráði (Reykja-
vík: Mál og menning, 1980), bls. 142—43. Þór Whitehead: „Lýðveldi og
herstöðvar", Skirnir, CL. (1976), bls. 128—29.
8 „Þegar vernda skal fullveldið", Þjóðin, I., nr. 5 (1938), bls. 202—06.
9 Þórarinn Þórarinsson: „Opið bréf til Gunnars Thoroddsen"; „Annað
bréf til Gunnars Thoroddsen", Tíminn, 12. janúar; 7. febrúar 1939.
10 „Þegar vernda skal fullveldið", Þjóðin, sama.
11 Ófriður, bls. 154.
12 Berlin Document Center, Berlín, Gerlach: Der Chef des SS-Sanitatsamtes
til Persönlichen Stab RF-SS, 11. júní 1938. Finnur Guðmundsson og
Jóhannes Áskelsson: Skrá yfir náttúrugripi Gerlachs. Ljósrit í eigu höf.
13 Ófriður, tilvísun nr. II, bls. 335.
ii Sama.
15 F.H. Hinsley, E.E. Thomas og fl.: British Intelligence in the Second
War. Its Influence on Strategy and Operations, I. (London: HMSO,
1979), bls. 4, 8, 60—61, 70—71. Winston S. Churchill: The Gathering
Storm. The Second World War (Boston: Houghton Mifflin Company,
1948), bls. 80.