Skírnir - 01.01.1982, Page 183
Ritdómar
GILS GUÐMUNDSSON
TOGARAÖLDIN 1
Stórveldismenn og kotkarlar
Örn og Örlygur, Reykjavík 1981
A árunum 1944—’46 kom úr ritið Skútuóldin eftir Gils Guðmundsson, og var
það gefið út aftur árið 1977. Við undirbúning þessa verks heimsótti Gils
ýmsa þá staði, þar sem þilskipaútgerð hafði verið stunduð, einkum á Vestur-
og Norðurlandi. Þar ræddi hann við skútumenn og safnaði margvíslegum
fróðleik, sem vafalaust hefði annars glatazt. Við þetta bætti Gils athugunum
úr skriflegum heimildum af ýmsu tagi, og voru sumar þeirra frumheimildir,
svo sem verzlunarbækur og kirkjubækur. Við úrvinnslu hagaði Gils vinnu-
brögðum sínum með þeim hætti, að hann rakti sögu skútuútgerðar á hverj-
um stað og gat síðan heimilda í lok hvers þáttar. Að loknurn þáttum um
hina ýmsu útgerðarstaði tók við kafli um skip og veiðar og verkinu lauk
með skútumannasögum, þ.e. frásögnum úr ýmsum áttum, sem Gils hafði
ýmist skráð sjálfur eða fengið frá öðrum.
Eins og af þessu verður ráðið, hafði Gils Guðmundsson við undirbúning
Skútualdarinnar unnið að umtalsverðri heimildakönnun og síðan notað
heimildir sínar með þokkalega fræðilegum hætti. Ef ritið er tekið fræðilega,
mætti að því finna, að ekki er vitnað til heimilda um hvert einstakt efnis-
atriði eins og sagnfræðinga er háttur, en heimildalistinn í lok hvers kafla
bætir auðvitað töluvert úr. Sé hins vegar litið á Skútuöldina sem alþýðlegt
fræði- og skemmtirit falla skútumannasögurnar vel að efninu og raunar
kaflarnir í seinni útgáfunni um útgerðarstaði við Faxaflóa, sem eru mun
lakari eldri köflum og a.m.k. sumir afar ónákvæmir (Seltjarnarnes). Niður-
staða af þessum hugleiðingum um Skútuöldina er því sú, að ritið sé einhvers
staðar á mörkum þess að vera fræðilegt rit og alþýðlegur fróðleikur. Ég tel
hins vegar vafalaust, að allt frá útkomu Skútualdarinnar hafi margir, bæði
lærðir og leikir í sagnfræðilegum efnum, talið Gils Guðmundsson til fræði-
manna. Til hans eru því gerðar ákveðnar kröfur um vinnubrögð, a.m.k. í
ritum, sem menn gætu ætlað að væru í stíl við Skútuöldina. Nýtt dæmi um
þessa skoðun er að finna í riti Gunnars Karlssonar: Baráttan við heimildirn-