Skírnir - 01.01.1982, Page 185
SKÍRNIR
RITDÓMAR
183
þáttur Breta auðvitað langfyrirferðarmestur. Um hann er fjallað í fjórum
fyrstu köflunum: Upphaf togveiða við ísland, Þorshastrið i uppsiglingu,
Stórueldismenn og kotkarlar og Tröllafiskur. Lengstur þessara kafla er sá,
sem fjallar um stórveldismenn og kotkarla, enda er nafn hans notað sem
undirtitill á bókinni. Stórveldismennirnir eru Bretar undir forystu Atkin-
sons yfirforingja og kotkarlarnir Islendingar undir leiðsögn Magnúsar
Stephensens landshöfðingja. Segir hér frá atburðum, sem urðu árin 1896 og
1897 og hafa stundum verið kallaðir 6. þorskastríðið. í fimmta kafla er
einkum fjallað um Einar Benediktsson og hugmyndir hans um íslenzka
togaraútgerð og hefur kaflinn þegið nafn úr einu af ljóðum Einars: „Fleytan
er of smá“. í sjötta kafla segir frá útgerðartilraunum Pike Wards í Hafnar-
firði og Vídalínsútgerðinni svonefndu auk Geirseyrarútgerðar, og nefnist sá
kafli Hugsað til hreyfings. Þá kemur kafli um Garðarsfélagið á Seyðisfirði,
sem nefnist Nýtt landnám á Seyðisfirði. Áttundi kafli kallast Skýjaborgir og
kaldur veruleiki og fjallar um þingdeilur áranna 1899 og 1901 um togara-
útgerð, auk þáttar af baróninum á Hvftárvöllum, en í lokin segir frá útgerð
seglatogarans Onnu Breiðfjörð. Níundi og síðasti kaflinn heitir Dugandi
varðskipsmenn og segir frá landhelgisgæslu Dana um aldamótin.
Um nær öll efnisatriði Togaraaldarinnar 1 hefur áður verið fjallað ítarlega
á prenti. Það gerði fyrstur Lúðvík Kristjánsson í tveimur ritgerðum í Ægi
árin 1943 og 1944. Nefndust þessar ritsmíðar Þœttir úr sögu islenzkrar togara-
utgerðar. Að venju var frásögn Lúðvíks hin vandaðasta, reist á rituðum
samtímaheimildum. Síðan hafa Ásgeir Jakobsson (Kastað i Flóanum, Rvik
1966), sá er þetta ritar (Saga islenzkrar togaraútgerðar fram til 1917, Rvík,
1974), Björn Þorsteinsson (Tiu þorskastrið, Rvík 1976) og Gísli Ágúst Gunn-
laugsson (Fiskveiðideila íslendinga og Breta 1896—1897 í Sögu 1980) fjallað
um þessi efni. Hafa þeir allir bætt nokkru við það, sem Lúðvík hafði áður
ritað og reist viðbæturnar á nýjum heimildum innlendum sem erlendum. I
Togaraöldinni 1 er hvergi vitnað til ofantalinna höfunda að Gísla Ágúst
undanskildum (bls. 46). Samt er Ijóst, að Gils Guðmundsson hefur stuðzt við
verk þeirra, a.m.k. í kaflanum Stórveldismenn og kotkarlar. Má þar finna
endursagnir úr Sögu íslenzkrar togaraútgerðar fram til 1917 og ritgerðinni
Fiskveiðideila íslendinga og Breta 1896—1897. Úr fyrrnefndu bókinni er eft-
irfarandi texti, sem þýddur var úr enskurn þingtíðindum og birtur með
nokkrum skýringum, en sxðan kemur endursögn Gils Guðmundssonar á hon-
um:
„Stjórn hennar hátignar er mjög vel ljóst (keenly alive to) mikilvægi
þessa máls og hversu æskilegt er að finna lausn á ríkjandi ástandi,
sem virðist hafa svo mikla árekstra og jafnvel hættu x för með sér;
og fulltrúi hennar hátignar í Kaupmannahöfn hefur fengið fyrirmæli
um að gera dönsku stjórninni þetta strax ljóst og biðja um fullkomna
rannsókn. Að svo stöddu virðist ekki nauðsynlegt að skipa sérstaka
rannsóknarnefnd hér. Búizt er við, að æfingadeild, sem í eru fjögur