Skírnir - 01.01.1982, Side 187
SKÍRNIR
RITDÓMAR
185
hafi ætlað sér að taka kol x Reykjavík. Þetta kemur alls ekki fram í enska
frumtextanum, því að þar er talað um „ice, stores, oil and provisions"
(Parliamentary Debates. Vol. XLII, 658—''59). Á þessum tíma mun hafa verið
öllu algengara, að togarar tækju vatn í Reykjavík en kol.
Eins og áður sagði, tekur Gils Guðmundsson upp orðréttan þátt úr rit-
gerð Gísla Ágústs Gunnlaugssonar á bls. 46. Síðan fjallar hann um annað
efni á næstu tíu síðum, og nýr undirkafli hefst, sem nefnist Yfirgangsseggir
svxfast einskis. Snemma í þeim kafla eða frá bls. 57 og til bls. 63 er um endur-
sögn að ræða úr ritgerð Gísla Ágústs án þess að nokkuð sé til hennar vitnað
né notuð tilvitnunarmerki. Haldið er efnisþræði Gísia, notaðar þýðingar
hans á erlendum heimildatextum og orðalag er á stundum mjög svipað.
Upphaf þessa efnis er svo hjá Gísla:
Töluverðar skeytasendingar urðu þó þeirra á milli haustið 1896 um
frambúðarsamkomulag varðandi fiskveiðar Breta hér við land og þá
einkum í Faxaflóa. í upphafi árs komust þessi mál hins vegar í há-
mæli á nýjan leik eins og nú skal að vikið. (bls. 84—85)
Hjá Gils:
Haustið 1896 urðu nokkrar skeytasendingar milli ríkisstjórna Dana
og Breta um frambúðaisamkomulag varðandi fiskveiðar Breta á ís-
landsmiðum og þá einkum í Faxaflóa. í upphafi árs 1897 var tekið
að fjalla um málið á nýjan leik, og óskuðu Danir eftir því við Breta,
að hraðað yrði viðræðum um deilu þessa. (bls. 57)
Nokkru síðar segir Gísli:
Tilgangur flotaheimsóknar Atkinsons 1897 var tvíþættur. I fyrsta
lagi bar honum að fylgjast með veiðum breskra togara við ísland og
kanna viðhorf skipstjóra til frambúðarlausnar fiskveiðideilunnar. I
öðru lagi var honum fengið fullt umboð til samnings við landshöfð-
ingja, er fæli a.m.k. í sér skammtímalausn deiluefna. (bls. 100)
Gils segir:
Ætlunarverk hans mun hafa verið tvíþætt að minnsta kosti. I fyrsta
lagi skyldi hann fylgjast með veiðum breskra togara og kanna viðhorf
skipstjóra til frambúðarlausnar fiskveiðideilunnar. í öðru lagi hafði
honum verið fengið fullt umboð til að semja við landshöfðingja um
skammtímalausn helstu deiluefna. (bls. 61—62)
Og enn segir Gísli:
Viðbrögðum Magnúsar Stephensens við tilboði Atkinsons var nokk-
uð á annan veg farið nú en árið áður, er þeir yfirforinginn gengu
til samninga um Atkinsonslínuna á Faxaflóa umboðslausir. I bréfi
dagsettu 21. júlí 1897 greinir Magnús Spence Peterson frá því, að hann
telji sig umboðslausan til samninga við Atkinson. Segist Magnús vita
til þess að samningaumleitanir standi nú yfir um þetta ágreinings-
atriði milli dönsku og bresku stjórnanna og að svipuðu tilboði hafi
verið hafnað af utanríkisráðherra Dana. Þá kveður Magnús það skoð-
un sína, að tilboð Atkiirsons feli ekki í sér þau atriði, sem síðar meir