Skírnir - 01.01.1982, Page 189
SKÍRNIR
RITDÓMAR
187
og 10 skosk, sem þá veiði stunduðu frá Aberdeen einni saman, og að
auki var þar landað fiski við og við úr 29 skipum frá Grimsby. (Tog-
araöldin 1, 12. bls.)
Þýðingu þessari lýkur með endursögn úr töflu í Ægisgreininni. í þeirri
endursögn gætir misræmis að ýmsu leyti (smálestir-nettó, rúmlestir o.fl.).
Tvær aðrar þýðingar skulu nefndar sem dæmi um frjálslega meðferð Gils
Guðmundssonar á texta auk þess, sem ekki er getið uppruna þýðinganna.
Gísli Ágúst Gunnlaugsson þýðir svo:
1 framhaldi af skýrslum þeim sem ég sendi s.l. ár um togueiðar breskra
togara undan íslandsströndum . .. hef ég tekið á móti fjórum skjölum
undirrituðum af yfir tvö hundruð helstu og áhrifamestu sjómönnum
á svœðunum Álftanesi, Vatnsleysuströnd .. . (Saga 1980, bls. 90)
I Togaraöldinni 1 segir:
I framhaldi af skýrslum þeim sem ég sendi s.l. ár um veiðar breskra
togara undan Islandsströndum ... hef ég tekið á móti fjórum skjölum,
undirrituðum af yfir tvö hundruð helstu og áhrifamestu sjómönnum
i byggðarlögunum á Álftanesi, Vatnsleysuströnd ... (Togaraöldin 1,
57. bls.)
Björn I'orsteinsson birtir eftirfarandi þýðingu:
Þegar fiskigöngurnar koma inn á Faxaflóa í febrúar, drifur islend-
inga víðsvegar að til veiða á smákænum með frumstæðum veiðarfær-
um ... (Tíu þorskastríð, 182. bls.)
í Togaraöldinni 1 segir:
Þegar fiskigöngurnar koma inn á Faxaflóa í febrúar, koma íslending-
ar víðsvegar að til veiða á smákænum með frumstæðum veiðarfærum
.. . (Togaraöldin 1, 60. bls.)
Þó að höfundur Togaraaldar 1 vinni nokkuð af texta sínum upp úr ný-
legum fræðiritum og birti allmargar þýðingar, er þó sá texti, sem hann
tekur orðrétt upp úr blöðum, tímaritum og ævisögum, miklu fyrirferðar-
meiri. Dálkur eftir dálk, blaðsíða eftir blaðsíðu er tekin beint upp úr alda-
mótablöðunum ísafold, Dagskrá, Þjóðólfi og Andvara svo að einhver séu
nefnd. Úr þessu efni er sáralítið unnið en það tekið upp hrátt og yfirleitt
án nokkurra athugasemda. Þó er stundum reynt að setja fram gagnstæð
sjónarmið, t.d. í málum Guðmundar í Nesi, sem sótti fisk i breska togara
(tröllafisk).
Sem dæmi um höfunda, er eiga mikið efni í Togaraöldinni 1, skulu
nefndir Bjarni Sæmundsson og Valtýr Stefánsson. Ekki færri en níu þættir
eru eftir Bjarna i bókinni, alls rúmlega 12 dálkar, sem svarar til að vera
rneira en 1/10 af því efni, er Gils skrifar sjálfur (hvorki höfundur né út-
gefandi leituðu heimildar til birtingar á þessu efni). Sumu af því efni, sem
komið er frá Bjarna Sæmundssyni, er slegið upp i sérstökum rammaklausum,
en annað er fellt inn í megintextann. Frá Valtý er komið efni úr ævisögu
Thors Jensen, og er það fellt inn í texta um Vídalínsútgerðina. í allri bók-
inni er mikið um þessa „orðréttu texta", en mest er um þá í 4. kafla (Trölla-