Skírnir - 01.01.1982, Síða 190
188 HEIMIR ÞORLEIFSSON SKIRNIR
fiskur). Sá kafli er um 50 dálkar, og eru aðeins 5—10 af þeim eftir Gils
Guðmundsson.
I sagnaritun er alsiða að setja fram texta á léttan, og það sem stundum
er kallað alþýðlegan hátt (popularisera). Gils Guðmundsson stendur framar-
lega í þessari íþrótt. Honum er lagið að gera langa sögu stutta, draga saman
efni og umskrifa það á kjarngóðu máli. Beztum tökum á slíku hefur Gils
líklega náð í bókunum Oldin okkar og Oldin sem leið, enda njóta þær mak-
legra vinsælda. En er þá ekki Togaraöldin bók í þessum dúr, þar sem hún
er ekki a.m.k. hálffræðileg eins og Skútuöldin? Þessari spumingu tel ég að
svara beri neitandi. Höfundur hefur allt of oft sparað sér fyrirhöfn með því
að taka upp Ianga orðrétta texta. Afleiðing þess er sú, að stílgáfa Gils Guð-
mundssonar nýtur sín ekki að marki í bókinni, hún er hröngl úr ýmsum
áttum. Því finnst mér ólíklegt, að menn lesi Togaraöldina 1 í heild sér tii
skemmtunar. Hins vegar má sjálfsagt lesa einstaka búta úr henni sér til
ánægju og fróðleiks, en þann fróðleik má að vísu allan fá annars staðar í
aðgengilegum texta.
Eins og áður sagði eru u.þ.b. 200 dálkar Togaraaldar 1 lagðir undir
myndir, smáar og stórar, sumar í lit. Prentun og uppsetning mynda hefur
nær undantekningarlaust tekizt vel og oft með ágætum. En þá er að athuga
heimildargildi mynda og myndatexta. Þær kröfur verður að gera til höfundar
og útgefanda, að lesendur séu ekki leiddir á villigötur með myndavali eða
myndanotkun.
I sögulegu riti, sem fjallar um ákveðið tímabil, þykir sjálfsagt, að mynd-
efni sé frá eða a.m.k. fjalli um hið umrædda tímabil hverju sinni. Það leiðir
fólk í villu að hafa myndir af togurum frá því á árunum milli stríða í bók,
sem fjallar um aldamótaárin, t.d. myndin á bls. 92. Textinn við þessa mynd
hljóðar svo: „Grimsbytogari um aldamót." Þetta er alrangt. Myndin sýnir
togara sem hefur loftnet uppi, en loftskeytatæki komu ekki í togara fyrr
en um 1920. Þá er líka villandi að sjá mynd af fiskikorti, sem sýnir helztu
togslóðir og lesendur gætu haldið, að væru þær slóðir, sem Bretar fiskuðu
á um aldamótin. I ljós kemur hins vegar, að kortið var gefið út eftir árið
1946 (bls. 36-37).
Verst er þó, ef myndir eru notaðar til þess að spinna upp einhvers konar
myndasögu, sem ekki á sér stað í veruleikanum, en þetta hefur að minni
hyggju verið gert á bls. 212—216. Tilgangur með myndasögunni er vafalaust
sá að töfra fram æsilegt auglýsingaefni fyrir bók og útgefanda. Rifjum nú
upp eina af auglýsingunum (Morgunblaðið 15. des. 1981). „I bókinni er t.d.
einstæð myndasyrpa af töku breskra landhelgisbrjóta fyrir austan land
skömmu eftir aldamót. Fylgst er með togaratökunni allt frá því að varð-
skipsmenn búa sig undir að fara um borð uns komið er með togarana inn
til Seyðisfjarðar, þar sem afla þeirra og veiðarfærum var skipað á land og
gert upptækt." Hér er sagt eða a.m.k. látið í það skína, að myndimar, níu
að tölu, greini frá ákveðnu atviki, „togaratökunni“. I bókinni cr þetta orðað
svo: „Þessi mynd og hinar næstu eru teknar vorið 1908." Þetta er alls ekki