Skírnir - 01.01.1982, Page 191
SKÍRNIR
RITDÓMAR
189
sannleikanum samkvæmt. Myndirnar eru teknar með nokkurra ára millibili,
á ýmsum stöðum og líklega af ýmsum ljósmyndurum.
Þessi „einstæða myndasyrpa" er því ekki syrpa að öðru leyti en þvx, að
myndirnar eru allar úr eigu eins manns, Sigurd Valdemar Hansens orlogs-
kapteins. Hann var hér við land sem ungur sjóliðsforingi 1898 og þá á
Heimdalli, og skipherra á Islands Falk 1917—■'18. S. V. Hansen tók sjálfur
ljósmyndir, en hann safnaði einnig myndum, sem aðrir danskir varðskips-
menn höfðu tekið hér við land og annars staðar. Vegna tengsla S. V. Hansens
við ísland (Hjaltalínsætt) gaf Preben, sonur hans, Þjóðminjasafninu þessar
myndir árið 1974, og þaðan erxi þær komnar í Togaraöldina 1.
Lítum nánar á þær níu myndir sem hcr er um að ræða (bls. 212—216) og
berum saman það, sem um þær er vitað, og það, sem af þeim er sagt í aug-
lýsingunni og í myndatextum bókarinnar. Tekið skal fram, að Pétur Sigurðs-
son, fyrrum forstjóri Landhelgisgæzlunnar, hefur leiðbeint mér um margt
í sambandi við þessar myndir og raunar fleira, sem síðar verður nefnt.
1. mynd (að ofan á bls. 212):
Þessi mynd er af varðskipinu Islands Falk og er tekin eftir 1907, þar sem
það er grátt að lit. Skipið er að fara til eða koma frá gæzlustörfum við
Færeyjar eða í Noiðursjó. Þetta má sjá af veifu í formastri. Sams konar
veifa var ekki notuð við ísland fyir en í eða að lokinni síðari heimsstyrjöld.
2. mynd (að neðan á bls. 212):
Myndin er tekin um borð í Islands Falk, en ekkert liggur fyrir um það,
að hxin sé frá árinu 1908 eins og fullyrt er í myndatexta.
3. mynd (að ofan á bls. 213):
Allar líkur benda til þess, að hér sé unr þýzkan togara að ræða eir ekki
brezkan eins og fullyrt var í auglýsingunni. Þetta má sjá af fána skipsins,
brúarlagi og hliðarljósum á hvítunr „turni" á afturbrún bakka. Það senr
sést af númeri gæti bent til togarans Franziusar nr. 68 frá Bremerhafen, en
hann var tekinn í júní 1909 (Austri, 12. júní 1909).
4. mynd (að neðan á bls. 213):
Hér er alls ekki um sama skip að ræða og er á efri nryndinni. Þessi togari
heitir Good Hope og er frá Hull. Þá eru varðskipsmemrirnir líklega ekki af
Islands Falk eins og sagt er í myndatexta. Ef svo væri, ætti að standa I-F á
bátnum, en þar stendur H, sem bendir til þess, að báturinir hafi verið frá
varðskipiiru Heklu eða Heimdalli.
5. mynd (bls. 214):
Þessi mynd er tekin um borð í Islands Falk, en togaraskipstjórinn getur
ekki verið af Good Hope, sbr. það, sem áður var sagt um Heklu. Myndin
er í síðasta lagi tekin áiið 1907, því að eftir þann tíma voru grá skjólborð
á skipinu.
6. mynd (að ofan á bls. 215):
Við þessa nrynd stendur: „Varðskipsmenn komnir um borð t togarann og
búa sig undir að færa hann til hafnar.“ Furðulegur texti, því að hér er
greinilega um að ræða síldveiðiskip með nótabáta úti. Dönsku varðskipin