Skírnir - 01.01.1982, Side 194
192
HEIMIR ÞORLEIFSSON
SKIRNIR
time Museum í Lundúnum vegna útgáfu á ritgerð Gísla Ág. Gunnlaugs-
sonar í Sögu 1980. Heimilda er ekki getið að þessum myndum, en lítill vafi
sýnist á því, að þær hafi eins og fleira verið teknar traustataki úr umræddri
Sögugrein.
Á blaðsíðu 76 er mynd, sem að áliti fróðs manns (Einars Torfasonar stýri-
manns) á ekkert skylt við togara. Mun hér um að ræða mynd úr snurvoðar-
skipi eins og glöggt má sjá á snurvoðarspili, sem er áberandi á myndinni.
Sömu sögu er að segja af myndum, sem birtar eru á bls. 96 og 152. Þær eru
frá veiðum með snurvoð eða dragnót. — Annars konar ónákvæmni er á bls.
89, en þar er mynd, sem er tekin yfir dekk á togara. Getur þar að líta
„þvottapatent", sem ekki kom í togara fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld (að
sögn Einars Torfasonar). Auðvitað á slík mynd ekkert erindi í bók, sem
fjallar um aldamótasögu, og verður til þess eins að villa um fyrir lesanda.
Á bls. 101, 105 og 106 eru myndir af togurum við Vestmannaeyjar; einn
er franskur, annar þýzkur og hinn þriðji brezkur. Allir munu togarar þessir
hafa verið teknir fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi, og upphaflega fylgdu
þessar myndir grein Schacks kapteins um landhelgisgæzlu við ísland í Gads
danske Magasin frá 1906. Sú grein er að nokkru leyti birt x íslenzkri þýðingu
á bls. 210—219 í Togaraöldinni 1, og er þar getið uppruna hennar en ekki
um þýðanda. Uppruna myndanna er hins vegar hvergi getið og þær eru
slitnar úr samhengi við greinina. Þá er texti myndanna ósköp klaufalegur.
Þannig segir um franska togarann: „Franskur togari á íslandsmiðum — ekki
fjani landi." Allir sjá, að þessi togari liggur á legunni í Vestmannaeyjum.
Á bls. 192 er mynd af kútter og stendur undir henni þessi texti: „Síðasta
gerð seglatogara." Hér er á ferðinni mynd af kútternum Kristófer frá Sel-
tjarnarnesi, en hann var síðar nefndur Bergþóra. Vilhjálmur Þ. Gíslason
birti þessa mynd i Sjómannasögu sinni (bls. 291). Hann hafði Jóhannes
Hjartarson sem lieimildarmann, en Jóhannes hafði verið skipstjóri á Kristó-
fer. — Á bls. 200 er birt hin mjög svo þekkta mynd af Schack kapteini við
að yfirheyra brezkan togaraskipstjóra. Myndin í Togaraöldinni 1 er greinilega
stækkuð upp úr Gads danske Magasin frá 1906, en allar upplýsingar vantar
um myndina. Þær er t.d. að finna í Ægi 1907 (bls. 31), en þar segir Matthías
Þórðarson, að Schack sé að yfirheyra J. Sörensen skipstjóra á togaranum
Golden Gleam frá Hull og á þetta að hafa gerzt i maí 1904.
Hér lýkur umsögn um myndefni bókarinnar. Almennt má um það segja,
að prentun er víðast hvar góð, en textar ófullnægjandi og sums staðar vill-
andi. Ljósmyndara er yfirleitt ekki getið, ef Sigurgeir Jónasson er undan-
skilinn.
Það sýnist ef til vill ástæðulaust að nefna minni háttar atriði, sem flokkast
undir ónákvæmni, í þessari bók, svo gölluð sem hún er f heild. Fáein skulu
þó nefnd. I grein um Guðmund Einarsson í Nesi á bls. 91 er rangt farið
með nafn Wennerströms landshöfðingja, tengdasonar Guðmundar. Hann hét
Ivar að fornafni en ekki Gunnar. Úr því að höfundur nefnir nokkur börn
og tengdabörn Guðmundar, hefði verið full ástæða til að geta í riti sem