Skírnir - 01.01.1982, Qupperneq 195
SKÍRNIR
RITDÓMAR
193
þessu Valgerðar, senr átti Björn Ólafs skipstjóra og útgerðarmann í Mýrar-
húsum, og Önnu, sem átti Kristin Brynjólfsson, skipstjóra frá Engey. — I‘á
sýnist mér mega skilja texta Gils Guðmundssonar svo, að Guðmundur i Nesi
hafi átt samtímis skúturnar Clarínu, Önnu og Gunnu. Hið rétta í þessu er,
að skonnortan Anna brotnaði í fjöru á Reyðarfirði í október 1895 og taldi
Þjóðólfur, að Guðmundur hefði tapað 8000 kr. á þessu strandi. Það var svo
um sumarið 1896, sem Guðmundur keypti kútterinn Gunnu, og hún var
fyrst gerð út frá Seltjarnarnesi á haustvertíð þetta ár undir stjórn Jóns Árna-
sonar. — Á bls. 91 er líka grein um Arnbjörn Ólafsson og lýst viðskiptum
hans við yfirvöld. Hér kemur Franz sýslumaður Siemsen við sögu, en sá
hængur er á, að ættarnafn sýslumanns er skrifað með Z, þ.e. Ziemsen, og
liann er því næstum fluttur í aðra ætt (þ.e. Zimsen). — Enn eitt dæmi um
ónákvæmni má sjá við samanburð á myndatexta á bls. 67 og myndaskrá á
bls. 222. Á fyrri staðnum er talað um yfirmenn á „Diönu", en á seinni staðn-
um um yfirmenn á „Díönnu". — Jafnvel titilblaði og gyllingu á kili ber ekki
saman. Á titilblaði heitir bókin Togaraöldin 1, en á kili stendur Togara-
öldin I. Ef síðan er litið af kili framan á spjaldið, kemur í ljós gyllt mynd af
nótaveiðiskipinu norska af bls. 215, sem alls ekki er togari. Þessi atriði, þó
að smá séu, benda í þá átt, að ónákvæmni sé æði útbreidd í Togaraöldinni I.
Niðurstaða þess, sem hér hefur verið sagt, er þá í stuttu máli sú, að Tog-
araöldin 1 sé rit, sem lítt er á að treysta. Bókin er samtíningur fróðleilcs úr
ýmsum áttum, sem höfundur hefur tengt saman. Heimilda er ekki getið,
hvorki neðanmáls né í lok kafla. Endursagðir eru kaflar úr ýmsum ritum,
frumsömdum og þýddum, án þess að getið sé um uppruna efnisins. Stærstur
hluti af texta bókarinnar er tekinn orðréttur upp úr blöðum og tímaritum.
Myndatextar eru oft ófullnægjandi og sums staðar rangir. Ónákvæmni verð-
ur víða vart. I slíkri bók jaðrar við skinhelgi að sjá klausuna: „Bók þessa má
ekki afrita með neinurn hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóðritun
eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis höf-
undar og útgefanda." Höfundur hennar og útgefandi hafa sjálfir tekið sér
rétt til að tína saman og raða upp með sérstökum hætti ritverkum þeirra
mörgu manna, sem ýmist eru nefndir eða ónefndir látnir í Togaraöldinni 1.
Heimir Þorleifsson
SNORRI STURLUSON
KRUG ZEMNOJ
Izdanie podgotovili A. J. Gurevic, J. K. Kuz’menko,
O. A. Smirnitskaja, M. I. Steblin-Kamenskij
Izdatel’stvo Nauka, Moskva 1980
Eins og lesendur munu vafalaust geta sér til af ofangreindum titli er hér
um að ræða rússneska þýðingu á Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Er þetta
þýðing alls verksins og einnig er skáldskapur sá, sem þar er að finna, þýddur,
svo að þýðingin má í senn kallast bókmenntaviðburður og fræðilegt afrek.
13