Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1982, Side 196

Skírnir - 01.01.1982, Side 196
194 MAGNÚS PÉTURSSON SKÍRNIR Upphafsmaður og skipuleggjandi þessa mikla verks er prófessor Steblin- Kamenskij og hefur hann sjálfur þýtt stóran hluta verksins og að auki farið yfir þýðinguna í heild og samræmt hana með tilliti til málfars og stíls. Þessari samræmingu er að þakka, að þýðingin er mjög liðleg aflestrar og þess verður varla vart, að hér sé um að ræða verk samstarfshóps. Enda þótt Heimskringla sé í augum íslendinga með réttu fyrst og fremst íslenzkt verk, er án efa fróð- legt, gagnlegt og nauðsynlegt fyrir þá, sem fást við íslenzk fræði, að fylgjast með skoðunum og sjónarmiðum, sem koma fram hjá erlendum fræðimönn- um, sem hafa annan bakgrunn að ganga út frá. Einnig að þessu leyti er þessi rússneska útgáfa Heimskringlu viðburður. Aftan við þýðinguna eru þrjár fræðilegar ritgerðir, sem fjalla um Heimskringlu frá þrenns konar sjón- arhorni. Fyrsta ritgerðin er eftir Steblin-Kamenskij og nefnist hún „Heimskríngla sem bókmenntaverk" (bls. 581—597). Hann leggur þar áherzlu á, að hinir fornu íslendingar, sem bókin var skrifuð fyrir, hafi ekki gert þann mun, sem nútímamenn gera á sagnfræði og skáldsögu. Því hafi verkið í þeirra augum verið hreinn sannleikur í bókstaflegri merkingu. Ennfremur megi einkenni frásagnarinnar teljast hið augljósa hlutleysi höfundar, sem reyni að lýsa at- burðunum af fullu hlutleysi og láta eigin skoðanir liggja milli hluta. Bendir Steblin-Kamenskij á réttilega, að þetta sé fastur þáttur í list verksins. Annar þáttur, sem vert sé að gefa gaum, sé, að Snorri geri ekki upp á milli heim- ilda sinna, hvort þær eru munnlegar, skriflegar, endursagnir eða annars konar. Þetta sé því einnig hluti frásagnarlistarinnar, sem stundum hafi ekki verið gefinn nægilegur gaumur. Frekara einkenni er, að „tími“ er ekki til í Heimskringlu sem óháð stærð, heldur er hann ætíð tengdur persónum og atburðum. Það er í Konungasögunum, sem fyrst má sjá merki þess, að tíminn losi sig frá atburðunum og verði sjálfstæður þáttur. í túlkun Steblin-Kamenskijs vefjast einnig kenningar hans um þróun skáldsögunnar sem bókmenntagreinar og má líklegt telja, að sá þáttur muni íslenzkum bókmenntafræðingum þykja girnilegastur til fróðleiks, því að gerð Heimskringlu fellur auðsjáanlega vel að þessum kenningum. Næsta ritgerð er eftir O. A. Smirnitskaja og nefnist hún „Um ljóð skáld- anna í Heimskringlu og þýðingu þeirra á rússneska tungu“ (bls. 597—611). Hér er um að ræða merka ritgerð, sem lýsir því, hverja erfiðleika þýðandi ljóða af þessu tagi verður að leysa. Smirnitskaja tekur greinilega fram, að þessi skáldskapur hafi aðeins verið mögulegur á forníslenzku (bls. 599) og bein þýðing á annað mál sé því útilokuð. Því verði að reyna að nálgast verk- ið óbeint og er lýst þeim möguleikum, sem þýðandinn geti valið. Smirnit- skaja hefur valið þá leið að reyna að varðveita innihaldið i formi, sem lagar sig að rússneskum skáldskap en minnir að einhverju leyti á frumritið (bls. 599). Ennfremur er lýst í smáatriðum einkennum háttarins dróttkvœtt, gerð og einkennum kenninga og hinni sérstöku setningafræði, sem gerir nú- tímamönnum oft svo erfitt að lesa þennan forna skáldskap. Smimitskaja er þeirrar skoðunar, að reglurnar um þennan skáldskap hafi verið öllum al-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.