Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 197
SKÍRNIR
RITDÓMAR
195
raenningi ljósar, er hér var um að ræða lifandi bókmenntagrein. Bendir hún
því á, að skáldin sjálf og almenningur hafi verið ólæs og óskrifandi (bls. 611).
Hvort það er rétt er umdeilanlegt, því að skriftarþekking var án efa út-
breidd.
Síðasta ritgerðin er eftir A. J. Gurevic og nefnist hún „Heimskringla og
saga Noregs“ (bls. 612—632). Fjallar hún einkum um það, hvernig Snorri
hafi litið á konunginn sem persónugerving ríkisins, en hins vegar sé í lýs-
ingu hans naumast getið um þjóðfélagsleg atriði nema óbeint. Reynir
Gurevic að lýsa þjóðfélagi Noregs þeirra tíma á trúverðugan hátt og tengja
frásögn Heimskringlu þeirri lýsingu. Bendir hann einkum á, hvernig kristni-
takan í Noregi hafi styrkt ríkisvaldið og sé þar ein skýring þess, að konungs-
valdið varð helzti stuðningsaðili kristinnar trúar.
í lok bókarinnar er stórt landakort af Noregi með héraðsskiptingu þeirra
tírna. Ennfremur er að finna ýtarlega nafnaskrá og ættartölu konunga af
ætt Haralds hárfagra. Óhætt er að kveða upp þann heildardóm, að hér er um
að ræða stórmerka útgáfu og þýðingu á Heimskringlu, sem verðskuldar, að
íslenzkir fræðimenn veiti henni athygli.
Magnús Pétursson
MARLENE CIKLAMINI
SNORRISTURLUSON
Twayne Publishers, Boston 1978
Höfundur þessarar bókar, Marlene Ciklamini, er í upphafi hennar kynnt
sem prófessor við þýskudeild Rutgers háskólans í New York, Bandaríkjun-
um, og sögð hafa samið fjölda greina um miðaldabókmenntir. Bók henn-
ar, Snorri Sturluson, skiptist í 10 kafla. Fremst er skrá um helstu æviatriði
Snorra í tímaröð, síðan fylgja tveir kaflar um ævi hans og störf svo og bók-
menntastarfsemi á íslandi í upphafi 13. aldar. í átta köflum er svo gerð
grein fyrir verkum Snorra og fjalla 7 þeirra um Fleimskringlu en aðeins 1
um Eddu.
Ciklamini reifar í formála sínum nokkur vandamál sem fengur hefði verið
að rædd yrðu. Hún minnist þar t. d. á stöðu Snorra innan evrópskrar
sagnaritunar á miðöldum og drepur á að því efni hafi ekki verið gerð nein
skil af fræðimönnum, en því miður fer Ciklamini ekki frekar út í þá sálma.
Bók hennar er með hefðbundnu, gamalkunnu sniði; fyrst er rakin ævi
Snorra og síðan eru verk hans túlkuð. Við þetta er ekkert að athuga, en gera
verður þó þá kröfu til höfundarins að hann notfæri sér þá þekkingu er
fyrri fræðimenn hafa dregið fram. En hér skortir töluvert á hjá Ciklamini.
í köflunum um ritstörf Snorra virðist höfundur halda að vitneskjan um þau
á miðöldum hafi varðveist í munnlegri geymd (bls. 16). Ciklamini hefur
skotist yfir að Snorri er á tveimur stöðum talinn höfundur Eddu í miðalda-
ritum, og bæði tilvísanir til hans í Orkncyinga sögu og Ólafs sögu Tryggva-