Skírnir - 01.01.1982, Page 199
SKÍRNIR
RITDÓMAR
197
skilja „jarðligri skilningu" eru túlkuð á annarlegan hátt eins og t. d. það sem
segir um ferð Magnúss góða úr Rússlandi til Noregs:
The reconciliation of the entire country with the boy successor of
the king slain in battle against a coalition of aristocrats and peasants,
is evident in his progress from Russia through Sweden to the districts
of Norway. Symbolic of this reconciliation is what appears to be a
chance remark or a conventional statement among a seafaring people.
Magnús prepares his sea journey when the ice begins to break in
spring. The reference to spring foreshadows the warmth of the
reception he will receive as he makes his way to Sweden and Nor-
way (bls. 125).
Þetta er aðeins eitt dæmi um annarlega túlkun höfundar, og mætti ætla
að hann væri harla ófróður um norrænar miðaldabókmenntir. Bók Cikla-
minis gefur lesandanum ákaflega lítið í aðra hönd og hún stendur langt
að baki bók Sigurðar Nordals. Hér við bætist að villur koma fyrir í
meðferð fomíslensks máls og gætu þær gefið til kynna að höfundurinn
hefði það ekki nægilega á valdi sínu. Á bls. 79 stendur t. d. „Með lög
(svo!) skal land byggva" og þetta spakmæli er þýtt svo: „The country
shall be lived in with (or by) the Iaw." Betri ensk þýðing væri: With laws
shall the land be built up. — í registri eru allmargar villur; i bókaskrána,
sem annars er besti hluti ritsins, vantar t. d. útgáfur grundvallarrita eins og
Fagrskinnu (1902-3) og Morkinskinnu (1928), útgáfa Guðna Jónssonar á
biskupa sögum er tekin með en hvorki útgáfa Guðbrands Vigfússonar né
Jóns Helgasonar cr nefnd.
Það hefur lengi verið þörf á góðu riti um Snorra Sturluson á heimsmáli.
Bækur þeirra Sigurðar Nordals, Fredrik Paasches og Hallvard Lies standa
enn fyrir sínu, en þær eru aðeins aðgengilegar þeim sem læsir eru á norræn
mál. Bók Marlene Ciklamini hefði getað bætt hér úr brýnni þörf, en því mið-
ur hefur hér illa tekist til.
Sverrir Tómasson
DESERTION AND LAND COLONIZATION IN THE NORDIC
COUNTRIES C. 1300-1600
Comparative Report from The Scandinavian Research Project on
Deserted Farms and Villages. By Svend Gissel, Eino Jutikkala,
Eva Österberg, Jörn Sandnes, Björn Teitsson
Stockholm 1981
Efnahagsleg hnignun x Noregi frá 14. öld fram til um 1600 hefur löngum
verið hugleikið viðfangsefni norskum sagnfræðingum. Þeim hefur verið ráð-
gáta hversu lengi Norðmenn voru að rétta úr kútnum eftir pláguna miklu
um 1350, mikill fjöldi jarða (býla) lá í eyði um 250 ára skeið. Mönnum hef-