Skírnir - 01.01.1982, Síða 200
198
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
ur löngum þótt eðlilegast að skýra þetta með því að stjóm landsins, svo og
verslun og handiðn í bæjum komust að mestu yfir á hendur erlendra manna.
Á fimmta áratugnum tók sagnfræðingum í Vesturevrópu að skiljast að
mikil efnahagsleg kreppa hefði verið um miðbik álfunnar og vesturhluta á
síðmiðöldum. Þetta krafðist skýringa og lífleg umræða hófst. Einkum hefur
verið fjallað um tvennt, annars vegar eyðingu byggðar og landbúnaðar-
kreppu almennt og hins vegar hnignun í verslun og viðskiptum.
Um eyðingu byggðar var fjallað sérstaklega á norræna sagnfræðingaþing-
inu i Björgvin 1964. Varð mönnum þá ljósara en áður að eyðing byggðar,
búnaðarkxeppa og efnahagsleg hnignun hefðu ekki aðeins hrjáð Norðmenn
á síðmiðöldum heldur Dani og Svia líka. Vaknaði áhugi á að kanna þetta
nánar og var stofnað til samnorræns rannsóknarstarfs sem nefndist Det
nordiske ödegárdsprosjekt og hófst starfið haustið 1968.
í Danmörku sáust kreppumerki á vissum svæðum þegar um 1330 og á
Englandi allnokkru fyrr. Þótti því óvíst að plágan um 1350 væri megin-
ástæða hnignunarinnar, kenningar komu fram af lýðfræðilegum (demó-
grafískum) toga um offjölgun, landþrengsl og eyðingu vegna kólnandi lofts-
lags. Frömuðir hins norræna samstarfs, einkum Erik Lönnroth, prófessor í
Gautaborg, og Andreas Holmsen, prófessor í Osló, höfðu mikinn áhuga á að
íslendingar yrðu með í rannsóknarsamstarfinu. Bentu þeir m.a. á að plágan
hefði ekki geisað á íslandi um 1350 heldur 1402—04 og ritaðar heimildir
á íslandi væru allríkulegar fyrir 13. og 14. öld, miðað við önnur Norður-
lönd. Þeim fannst því að merki um búnaðarkreppu á Islandi á 14. öld, ef
einhver væru, hlytu að vera forvitnileg og fræðandi. Auk þess bundu þeir
Lönnrothog Holmsen vonir við að gjóskulagafræðin gæti orðið hjálpleg.eink-
um til nákvæmrar tímasetningar á upphafi þess að jarðir lögðust í eyði.
Magnús Stefánsson, lektor í Björgvin, gerðist tengiliður milli frumkvöðl-
anna og íslenskra fræðimanna og úr varð að Bjöm Teitsson sagnfræðingur
tók að sér stjórn íslandsdeildar rannsóknarstarfsins.
Hér var myndarlega af stað farið og núna er starfinu lokið. Lokapunktur
var settur með útgáfu bókar þeirrar sem hér er til umfjöllunar. Henni var
ætlað að vera grundvöllur umræðna meðal norrænna og annarra fræðimanna
um eyðingu byggðar, búnaðarkreppu og afturbata á Norðurlöndum frá um
1300 til um 1600 og hugsanleg tengsl þeirrar framvindu við svipaða þróun í
Mið- og Vesturevrópu.
Hin norrænu samfélög voru öðru fremur bændasamfélög, jörðin með býli
var undirstaða samfélagsins, jarðeign skipti sköpum um stétt og stöðu
og tekjur af jörð voru mikilvægar hinni ráðandi stétt. Eyðing byggðar hafði
því mikil áhrif á samfélögin og hægur afturbati hlaut að verða örlagaríkur i
lífi þjóðanna.
Samstarfið um eyðibýlarannsóknir varði í tólf ár. í hugum margra hefur það
líklega verið prófsteinn á gildi norrænnar samvinnu um rannsóknir í sagn-
fræði og skyldum greinum. Er því eðlilegt að spurt sé hvemig til hafi tekist.
Óhætt mun að segja að starfað hafi verið af mikilli eljusemi. Norðmenn