Skírnir - 01.01.1982, Blaðsíða 202
200 HELGI ÞORLÁKSSON SKIRNIR
hvarvetna á Norðurlöndum nema í Finnlandi og e. t. v. á dönsku eyjunum.
Landskuld og verðlag var víða með lægsta móti þá.
Eitt vandamálið er hvort eyðing hafi verið samfelld eða komið stutt end-
urbyggingarskeið, t. d. á milli 1350 og 1450. Fyrir Noreg er sagt að svo hafi
að öllum líkindum ekki verið og er þá miðað við að jarðarverð var jafnan
lágt (99, 113).
Einn helsti árangur rannsóknarinnar er sá að menn þykjast hafa hrakið
ýmsar kenningar frá fyrri árum um einkenni kreppunnar og dreifingu eyði-
býla (sbr. t. d. 105, 124). Meginniðurstaða af þessu tagi er eftirfarandi:
. . . the earlier described regional pattern, with extreme regression
in southern and western Scandinavia, does not generally hold good.
It is correct that the western part of the Nordic countries (Iceland,
Norway) experienced a contraction of settlement. But in large parts
of southern Scandinavia there are only very limited traces of desertion.
On the other hand, also the northern parts of Norway are character-
ized by regression when one limits oneself to the pattern of agricultur-
al settlement in the Nordic countries (233).
Þannig hefur vitneskja okkar um einkenni og þróun eyðingarinnar auk-
ist mjög og heildarmyndin skýrst, gamlar kenningar sem reistar voru á
ótraustum grunni hafa fallið.
Hvað Noreg snertir verður ekki séð að rannsóknin leiði neitt sérlega ný-
stárlegt í ljós, niðurstöðutölur um lækkun landskuldar, i/3 eða minna af því
sem áður var, ósjaldan aðeins 15—20% (159-61, 165), eru t. d. svipaðar þeim
sem áður hafa verið nefndar fyrir einstök héröð og svæði. Þekkingin er hins
vegar víðtækari og Norðmenn hafa náð því marki að draga upp heildar-
mynd af þróuninni. Aðrir hafa farið sér hægar í þeim efnum.
Hverjar eru svo skýringar á því sem gerðist? Meginniðurstöðu má e. t. v.
orða þannig: Plágan kom eyðingunni af stað, nýjar en vægari plágur og
sóttir og há dánartíðni héldu fólksfjölda niðri. Kreppueinkenni og stöðnun
sem vart verður jyrir pláguna um 1350 sýna þó að fleira hefur valdið. Má
segja að lýðfræðilegar skýringar eigi nú mjög upp á pallborðið en skýringar
sem fólgnar eru í að tengja landbúnaðarkreppuna við markaðstregðu,
minnkandi kaupgetu o. s. frv. njóta ekki sömu hylli og fyrrum.
Menn hafa áður reynt að skýra hinn hæga afturbata með pólitískum erj-
um, uppþotum og styrjöldum en enginn þessara þátta er talinn hafa valdið
umtalsverðri og varanlegri eyðingu byggðar (207). Sums staðar varð byggð-
areyðing varanleg að frumkvæði stórjarðeigenda vegna breyttra búskap-
arhátta, einkum vegna aukinnar búfjárbeitar, og eru vísbendingar um slíkt
á íslandi (hugsanlega Þegjancladalur í Suðurþingeyjarsýslu og svæðið næst
Hólum í austanverðum Skagafirði). Slík búnaðarstefna virðist þó ekki hafa
verið höfð víða og var sjaldan frumorsök eyðingar (209).
Loftslag breyttist á síðmiðöldum þannig að sumur urðu rakari og kald-
ari og mun þetta hafa haft áhrif á hversu seint afturbatinn kom, t. d. í