Skírnir - 01.01.1982, Page 203
SKÍRNIR
RITDÓMAR
201
Noregi. Þar breyttist loftslag um 1550, varð meginlandsloftslag með hlvrra
sumarveðri og þurrara að jafnaði (115-16).
Johan Schreiner skýrði varanleik kreppunnar í Noregi m.a. þannig að
Þjóðverjar hefðu haldið norskum landbiinaði niðrí með því að færa Norð-
mönnum korn og knýja þá til að framleiða smjör í staðinn. Norskir sagn-
fræðingar almennt telja að grundvöllur fyrír markaðsbúskap af þessu tagi
hafi enginn verið og kenningin sé röng. Höfundar bókarinnar virðast forðast
einfaldar og sláandi kenningar af þessari tegund, leggja hins vegar mikla
áherslu á að málið sé margþætt og líklegt að ástæður hinnar langvarandi
kreppu séu margvíslegar. 1 raun er lítil áhersla lögð á skýringar; áður er
getið að kreppu- og stöðnunareinkenni komi fram í Noregi og Danmörku
fyrir 1350 og er í bókinni bent á offjölgun og landrýrnun sem hugsanlegar
skýringar á þessu en tekið fram að þetta hafi ekki verið kannað (239). Mér
finnst lieldur miður að ekki reyndist unnt að sinna svo mikilvægum þáttum.
Félagsleg áhrif kreppunnar eru tekin til meðferðar og m.a. bent á að kjör
norskra leiguliða muni hafa batnað umtalsvert í „kreppunni", þeir fengu
meira af framleiðslunni x sinn hlut eftir 1350 en fyrir sökum lægri land-
skuldar o. a. (171, 228-29). Að mati leiguliðanna var líklega ekki að tala um
neina kreppu.
Mér finnst að mjög auki gildi bókarinnar umfjöllun um aðferðafræðileg
úrlausnarefni. Þar er kannski efst á blaði að mati höfundanna og áhuga-
verðast að mínu mati ágreiningur um það hvernig meta skyldi svokallað
byggðarhámark á 14. öld. Norðmenn hafa beitt eigin aðfeið, sem þeir kalla
„retróspektif“ (afturhverfa) aðferð, við að ákvarða urnfang byggðar um 1300
eða fyrir 1350. Þeir taka mið af:
a) elstu ritaðri heimild. Vandinn er enginn ef getið er býlis í heimild frá
því fyrir 1350 en heimildir frá 1350—1650 eru líka notaðar, geti þær
býla, og er gildi þeirra talið minnka eftir því sem frá líður hámiðöld-
um. Hugsunin er sú að nýbýli hafi ekki myndast á þessum tíma fram
til 1600 á svæðum þar sem eyðibýli voru mörg fyrir.
b) landskuld. Há renta á 16. og 17. öld er talin vísbending um háan aldur
býlis.
c) eignarhaldi. Jarðir sem voru í eigu kirkju og klaustra á 15. og 16. öld
eru taldar hafa verið í eigu þeirra fyrir eða um 1350. Hér er miðað við
að þessar stofnanir hafi almennt ekki bætt við sig eignum eftir 1350.
d) örnefnum/bcejarheitum. Bæjarheiti með endingunum -vin, -heim(ar),
-staðir, -býr o. fl. eru talin gömul.
e) fornleifum.
Líkumar á byggð á hámiðöldum eru metnar á þessum grundvelli; býlum
jafnvel gefin stig frá 1-9 eftir líkum og hinum öruggu 10. Til eru heimildir
um býli sem voru í byggð um 1520 og er umfang eyðingarinnar í Nor-
egi fundið með því að draga fjölda þeirra býla sem byggð voru um 1520 frá
fjölda þeirra sem voru örugglega eða mjög líklega í byggð á hámiðöldum.
Andreas Holmsen er talinn lielsti höfundur þessarar norsku aðferðar. I