Skírnir - 01.01.1982, Page 206
204
STEFÁN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
Að lokum vil ég lýsa þeirri von minni að ekkert lát verði á samnorrænum
rannsóknarverkefnum eins og því sem hér var lýst og að takast megi eins vel
til um öll þeirra.
Helgi Þorláksson
RICHARD F. TOMASSON
ICELAND: THE FIRST NEW SOCIETY
University of Minnesota Press og Iceland Review, 1980
Þjóðfélagsfræði er ung fræðigrein á íslandi. í þann rúina áratug sem grein-
in hefur verið kennd við Háskóla íslands hafa þó allmargar rannsóknir ver-
ið gerðar á íslenska þjóðfélaginu. Flestum þeim ritum sem af þeim hafa
sprottið er sameiginlegt að fjalla um fremur afmarkaða þætti þjóðfélagsins
og mannlífsins í landinu. Lítið er því um stór ritverk sem fjalla um fslenskt
þjóðfélag í heild sinni með samanburði við önnur þjóðfélög.
Fyrir tveimur árum sendi Bandaríkjamaðurinn Richard F. Tomasson
frá sér bókina Iceland: The First New Society og er það líklega stærsta til-
raun innan þjóðfélagsfræðinnar til að greina sérkenni íslensks þjóðfélags
með hliðsjón af gerð annarra þjóðfélaga. Hér er augljóslega um risavaxið
verkefni að ræða, og hlýtur mikill fengur að vera að slíku riti, jafnvel þó að-
eins hluta af markmiðum verksins væri náð.
Verk Tomassons er ekki aðeins lýsing á staðreyndum um Island, heldur
ber hann fram nokkuð ákveðna kenningu um gerð og þróun íslensks þjóð-
félags. Hér er um að ræða útfærslu á kenningunni um „landnernaþjóðfélög"
sem fræg hefur orðið m.a. af umfjöllun bandaríska félagsfræðingsins S. M.
Lipset um bandaríska þjóðfélagið. Kenning þessi segir í stystu máli, að
landnemaþjóðfélög hafi öll nokkuð svipuð einkenni sem ráðist af hinni sér-
stæðu, og sameiginlegu, reynslu sem tengist upphaflegri mótun þeirra.
Hér er átt við „ný þjóðfélög" í mannkynssögunni — þjóðfélög eins og
Bandaríkin, Ástralíu, Nýja Sjáland og Argentínu — þar sem útflytjendur frá
gamalgrónum menningarsvæðum hafa numið land og stofnsett sitt eigið
þjóðfélag að nokkru í nýrri mynd. í veganestinu var að sjálfsögðu hluti af
menningararfleifð gamla heimsins sem hafði nokkur áhrif i nýja þjóð-
félaginu, en aðstæður landnáms vógu þó ívið meira við mótun hins nýja
samfélags. Sameiginleg reynsla landnemanna í hinni nýju lífsbaráttu, gnægð
tækifæra og frelsi frá gamalli félagsgerð og ríkjandi valdastéttum ruddi
veginn fyrir nýjungar í þjóðfélagsþróuninni. Slíkir þættir eru taldir hafa
haft þau áhrif að landnemaþjóðfélögin hafi orðið lýðræðislegri en gömlu
þjóðfélögin voru og byggt meira á algildum lögum en gerræðislegum ákvörð-
unum einvaldskonunga og forréttindastétta. Þá hafi jöfnuður lífsgæða og
tækifæra orðið meiri og áhrif stéttaskiptingar minni að sama skapi. Loks
hafi landnemaþjóðfélög meiri tilhneigingu til að hefja til vegs og virðingar
einstaklingshyggju og sjálfstæði, hagnýta skynsemi og metnað, auk frelsis og
fjandskapar í garð yfirvalda.