Skírnir - 01.01.1982, Page 210
208
MATTHÍAS VIÐAR SÆMUNDSSON
SKÍRNIR
lcgar sumar a£ þeim hugmyndum um sjál£ okkur sem við íslendingar höfum
gaman a£ að bera á borð fyrir útlendinga. Óhjákvæmilega eru sumar slík-
ar frásögur reyfarakenndar og lieillandi fyrir gestina, og því er ætíð hætt
við að þeir ýki skýringargildi þeirra.
Þó ýmsar athugasemdir megi þannig gera við efnistök í bók þessari, er
vissulega að henni mikill fengur fyrir umræðu og frekari rannsóknir.
Bókin er lipurlega skrifuð og frágangur með ágætum.
Stefán Ólafsson
ÓLAFUR JÓNSSON
BÆKUR OG LESENDUR
Um lestrarvenjur
Studia Islandica 40, Reykjavík 1982
I bók sinni gerir Ólafur Jónsson grein fyrir lesendakönnun sem fram fór á
vegum Hagvangs hf. í Reykjavík á vormánuðum 1979. Þessi könnun var kost-
uð af Norræna menningarsjóðnum og átti að taka til meðferðar „stöðu bóka-
útgáfu í litlum málsamfclögum". Ólafur fjallar um skýrslu Hagvangs, lýsir
úrvinnslu gagna sem aflað var í könnuninni og tekur síðan saman nokkrar
ályktanir af henni með samanburði við aðrar hliðstæðar athuganir sem gerð-
ar hafa verið hér á landi. Að auki bendir hann á ýmis markmið og leiðir í
væntanlegum lesendarannsóknum.
Megintilgangur Hagvangs var að afla vitneskju um lestrarvenjur almenn-
ings, bókmenntasmekk og bókaval, bókaöflun og bókakaup, notkun bóka-
safna og lestur bóka á erlendum tungumálum; m ö. o. að gera úttekt á stöðu
bókarinnar sem fjölmiðils hér á landi. Því miður var þessi könnun nokkuð
við nögl skorin af fjárhagsástæðum, að því er skilst, og einungis valið úrtak
Reykvíkinga. Þetta rýrir að sjálfsögðu gildi könnunarinnar sem heimildar
um bókanotkun á íslandi. Engu að síður skilar hún fróðleik sem vant var
og varpar nokkru ljósi á núverandi bókmenningu landsmanna enda er ólík-
legt að bókmenntalegar siðvenjur séu svo frábrugðnar á landsbyggðinni.
í könnun Hagvangs, sem öðrum af svipuðum toga, er leitast við að greina
þátttakendur í hópa eftir félagslegri stöðu þeirra og höfð til viðmiðunar
kyn, aldur, menntun og starfsstétt. Könnunin gefur til kynna, líkt og fyrri
athuganir, að greinileg fylgni sé með lestrarvenjum og félagslegum hög-
um. Jafnframt staðfestir hún að bóklestur er með ólíkindum hér á landi
meðal fólks af öllum stéttum og stigum.
Hér verður ekki fjallað sérstaklega um könnunaraðferð Hagvangs enda
skortir undirritaðan sérþekkingu til slíks heldur hugað að fáeinum athuga-
efnum sem ályktanir Ólafs gefa tilefni til. En fyrst er þess að geta að töl-
fræðilegar kannanir af þessu tæi á samskiptum bóka og lesenda eru óhjá-
kvæmilega takmörkunum háðar — og ekki aðeins vegna þeirra óvissuþátta
sem fram koma í rannsóknaraðferðinni sjálfri. Hún getur veitt okkur til-
tölulega nákvæmar upplýsingar um „hlutlæg" atriði varðandi lesiðni, dreif-