Skírnir - 01.01.1982, Page 211
SKÍRNIR
RITDÓMAR
209
ingu bóka, bókaval og félagslega skiptingu lesenda — en raunveruleg not
bókmennta verða ekki rnæld með empirískum aðferðum. Þar reka reikni-
snillingarnir sig á vegg. Þó að finna megi samhengi með bókavali og stéttar-
stöðu segir það okkur lítið um í hverju samskipti lesanda og texta eru fólg-
in — enda eru þau huglæg og einstaklingsbundin. Allar orsakaskýringar og
afleiðinga kveða í besta falli á um likur; þær geta leitt í ljós ytri einkenni
almenns eðlis en ekki veitt innsýn í lestrarathöfnina sjálfa. Þetta stafar af
því að lestur texta er ekki föst stærð heldur síbreytileg og afstæð. Inntak
„lesanda" og „texta" sprettur af og birtist í lestrinum sem er einstæður og
konkret en ekki félagslegur viðburður. Það nálgast því fölsun ef reynt er að
kljúfa lesturinn upp í sértök Lesanda og Texta og skýra hann í ljósi sam-
félagslegs umhverfis lesanda og kringumstæðna höfundar. Það sýnir ein-
vörðungu leiðigjarna áráttu empirista að fjötra reynsluna með alhæfingum.
— Sem kannski er góðra gjalda vert ef menn gera sér grein fyrir takmörk-
unum slíks.
Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt og ritað um miðlunarað-
stæður í bókmenntum, þ.e. vensl höfundar, texta og lesanda, enda augljóst
að ekki er um að ræða einfalt orsakasamband eins og áður var talið. Mér
þykir skorta á fræðilega umræðu um þessi mál í bók Ólafs. Þau hljóta þó
að vera grundvöllur að raunhæfri rannsókn á lestrarvenjum og bókmennta-
notkun. Að þessu nöldri slepptu koma margar athyglisverðar upplýsingar
fram í ritgerð Ólafs; úrvinnsla hans á gögnum er sannfærandi og ályktanir
flestar hverjar sennilegar.
Mesta athygli í bók Ólafs kann að vekja greining hans á lesendum í þrjá
afmarkaða „leshópa": hóp A sem einkum sækist í skemmtibókmenntir (reyf-
ara, ástarsögur og þess háttar) væntanlega sér til afþreyingar og hugarléttis
í annríki daganna, hóp B sem aðallega les „alvarlegar" og viðurkenndar
skáldbókmennlir og hóp C sem hallast að annarskonar ritum. Skipting þessi
virðist byggð á nokkuð yfirgripsmikilli gagnaöflun. Lesendur í könnun
Hagvangs voru látnir tilgreina hvaða bækur þeir hefðu lesið undanfarinn
mánuð og bókunum síðan raðað í fyrrgreinda flokka. Ólafur gerir skýra
grein fyrir forsendum flokkunarinnar: „Við flokkun bóka og höfunda hefur
sem sé verið reynt að hafa viðtekið bókmenntamat og formlega viðurkenn-
ingu bóka og höfunda að leiðarljósi eftir því sem við átti“ (38). Sjálfsagt má
lengi deila unr gildi slíkrar flokkaskipunar, en mér sýnist Ólafi hafa tekist
vel til að þeim forsendum sem hann gefur sér. Það er svo annað mál hvort
skiptingin í „skemmtibókmenntir" og „skáldbókmenntir" sé réttlætanleg
yfirhöfuð. í bókmenntaumræðu hafa rök hennar yfirleitt verið huglæg og
heldur óvísindaleg, oft byggð á sleggjudómum fagurkera sem gefið hafa sjálf-
um sér umboð fyrir Fegurðina hérájörð.eða einkasjónarmiðumfélagsráðgjafa
í gagnrýnendastétt. Enn eru fræðilegar rannsóknir á formgerðum svokallaðra
skemmtibókmennta, svo og stöðu þeirra gagnvart „annarskonar" bókmennt-
um, skammt á veg komnar hér á landi svo allar alhæfingar eru hæpnar. í
öllu falli eru hugtökin skemm.ti- eða afþreyingar- og sfea'Mbókmenntir út í
14