Skírnir - 01.01.1982, Page 214
212 ÓLAFUR JÓNSSON SKIRNIR
skipta máli í þessu sambandi: 1) kritiskt-díversifan lestrarhátt sem felur í
sér að menn lesa sér til afþreyingar og skemmtunar án þess þó að lestur-
inn hafi í för með sér lífsflótta eða veruleikafölsun; 2) konfirmatift-diversífan
lestrarhátt sem á rætur sínar í þörf manna fyrir upplyftingu og getur fal-
ið í sér misnotkun: fólk notar bókmenntir til að svala óskadraumum sem það
fær ekki framgengt f lífi sínu.
Könnun Norengs leiðir í Ijós að fyrri lestrarhátturinn er langalgengastur
meðal lesenda, þ. á m. neytenda „skemmtibókmennta". Athugun Ólafs gef-
ur vísbendingu um að hann sé sömuleiðis algengastur hérlendis. Til dæm-
is les leshópur A (lesendur skemmtibókmennta) upp til hópa ekki einvörð-
ungu „afþreyingarrit" heldur og „viðurkenndar" bókmenntir, sérlega skáld-
sögur með realískum blæ um félagsleg samtíðarvandamál. Það bendir óneit-
anlega til að bókin hafi meira en afþreyingargildi fyrir hópinn, að „krítísk-
ur“ lestur sé þar fyrir hendi. í öllu falli er varasamt að draga of skarpar
línur á milli lestrarhátta hópa þótt greinilegur munur sé á þeim í ýmsum
efnum. Fylgni er ekki jafngild almennu lögmáli. Og ætli það sé til þegar allt
kemur til alls.
Bók Ólafs Jónssonar er skilmerkileg og fróðleg í marga staði. Höfundur
varast einfaldanir, sem hætt er við í rannsóknum sem þessum, og gerir grein
fyrir takmörkunum sem athugun hans eru sett. Verk hans er þarfleg og tíma-
bær úttekt á lesendarannsóknum sem framkvæmdar hafa verið undanfarin
ár og varpar ljósi á ýmislegt sem lítt var vitað. En ekki síst er það leiðar-
vísir fyrir kannanir f næstu framtíð. Um það má deila hvert gildi félagslegur
fróðleikur um lestrarvenjur hafi, en ég held að Ólafur hafi rétt fyrir sér þeg-
ar hann segir í lokaorðum ritgerðar sinnar:
Auðvitað er mikilsvert að þekkja sem nánust skil á því hvers virði
bókmenntirnar hafa reynst okkur á liðnum öldum. En ef við viljum
veg þeirra í framtíðinni er ekki minna um hitt vert, að vita sem
gleggst deili á því hvernig bókmenntir í raun og veru notast sjálfum
okkar, nú á dögum. (97)
Matthias Viðar Sœmundsson
FRÍÐA Á. SIGURÐARDÓTTIR
LEIKRIT JÖKULS JAKOBSSONAR
Studia Islandica 38. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1980
Það er undarlegt til að vita að af leikritum Jökuls Jakobssonar voru aðeins
þrjú gefin út á prent um daga höfundarins. Á 20 árum, 1961—1980, voru tíu
leikrit Jökuls sýnd á sviði í Reykjavík, og eru þá ótalin leikrit hans fyrir út-
varp og sjónvarp. Varla er það neitt ágreiningsefni að Jökull hafi verið
okkar fremsta leikskáld undanfarna áratugi. Þótt leikrit hafi lengi verið
samin á íslensku eru samt leikbókmenntir ný bókmenntagrein hér hjá
okkur og gat varla komið til fyrr en upp var komið atvinnuleikhús í land-