Skírnir - 01.01.1982, Page 217
SKIRNIR
RITDÓMAR
215
ar eftir sinni reynslu efnivið sem veruleikinn allt í kringum hann, tungu-
málið, bókmenntirnar veitir honum.
í öllu falli er af framansögðu ljóst hvernig Fríða Sigurðardóttir kýs að
lesa leikrit: hún sér þau umfram allt sem frásagnir settar i samtöl og at-
burði á sviðinu sem hafi í einu og öllu samlíkjanlega merkingu við annars-
konar frásagnabókmenntir. Og þá finnst henni svo sem sjálfsagt mál að
lesa og skilja leikrit Jökuls Jakobssonar í ljósinu af raunsæislegri eða
natúralískri frásagnarhefð í skáldsagnagerð hér á landi. Hún leitar og finn-
ur í leikjunum einræða raunsæislega frásögn þar sem sálfræðileg og sið-
ferðisleg vandamál eru reifuð i samhengi félagslegs veruleika sem lesandi
og fólkið í leikritunum á saman.
Það er deginum ljósara að í sínum fyrstu leikritum hcldur Jökull Jak-
obsson áfram yrkisefnum og frásagnaraðferðum á leiksviði í náinni lík-
ingu við skáldsögur sínar næstu ár á undan og raunsæislega samtiðarlýs-
ingu í samtxma skáldsagnagerð og leikritun. Samt er í lengsta lagi gengið
að sjá með Friðu í farsanum Pókók raunhæfa þjóðfélagslýsingu og ádeilu
í líkingu við Atómstöðina (35—38) eða taka aðalpersónurnar í Hart i bak
sem fulltrúa eða ígildi þriggja kynslóða í samtíð höfundar og lesendanna
(63). En Fríðu er einkar annt um að leita uppi samsvaranir með frásagnar-
heimi leikritanna og umheimi höfundar. í Sumrinu 37, segir hún, eru per-
sónurnar sýndar sem „tákn ákveðinna, almennra fyrirbrigða í samfélag-
inu . . . Umhverfið er ráðandi atferlisvaldur allra persóna leiksins, og
skapar þá möguleika, er þær hafa til að velja og hafna . . .“ (115); i
Dóminó er „lífssýn verksins í heild sinni ótvíræð. Hún sýnir borgarastétt
velferðarþjóðfélagsins ruglaða og villta í heimi, sem hún þekkir ekki leng-
ur, heimi, þar sem allt er orðið breytt frá því sem áður var“ (142).
Það er vel að merkja tilætluð siðferðisleg umræða, umvöndun, ádeila á
úrelta skipan samfélags sem einkum og sér í lagi vekur eftirtekt Fríðu
Sigurðardóttur; ríkulegur siðferðislegur áhugi sjálfrar hennar er undir-
rót og uppistaða í ritskýringu hennar. Þetta kemur alveg skýrt fram í um-
ræðu hennar um hvert leikrit af öðru og lokakafla ritgerðarinnar þar sem
hún lýsir niðurstöðum af athugunum sínum og tekur saman yfirlit yfir höf-
undarferil Jökuls:
. . . í raun tekur höfundur mjög skýra afstöðu í öllum leikritum
sínum. Hann sýnir hana í heimi verkanna í stað þess að boða hana
með predikunum. Hann fjallar í hverju einasta leikriti um manneskj-
una og vandamál hennar í samtíðinni . . . reynir að birta i þeim
kviku þess mannlífs, sem hann sér í samtímanum. Öll þessi leik-
rit eru ádeiluverk; afhjúpun hræsni og sýndarmennsku, blekkinga
og lífslygi í samfélagi og heimi, sem er á hvörfum. í þeim öllum
endurspeglast algild mannleg og samfélagsleg vandamál, sem birta
engu að síður okkar tíð og heim. (273)
í þessu ljósi sér hún Son skóarans og dóttur bakarans sem lokaáfanga á