Skírnir - 01.01.1982, Side 219
SKÍRNIR
RITDÓMAR
217
absúrdismi þeirra sem svo má kalla, nánast eins og nýr belgur um óbreyttar
aðferðir og viðhorf hefðbundins natúralisma.
Það er einkennilegt um leikrit Jökuls Jakobssonar hversu náið virðist með
þeim í efni og hugmyndum. Sömu efnisatriði, atvik, kringumstæður og
manngerðir, orðsvör, líkingar, táknmyndir koma þar upp aftur og
aftur. í æskuritum sínum er Jökull þráfaldlega að fást við eina og
sömu mannlýsinguna, manngerð og lífsvanda sem hann skilst í bili við í
Sjóleiðinni til Bagdad. Þar er heimvoninni til stúlkunnar sem bíður í sögu-
lokin í Dyr standa opnar, leikslokin í Hart í bak, og lýst er í raunsæis-
legu samhengi, um síðir hafnað. Fríðu finnst að Halldór vinni einhvers-
konar sigur á sjálfum sér í og með því að hann gefur upp vonina um ástir
Signýjar og eigi eftir það kost á raunverulegu lífi og frelsi framundan:
„Sá sem er laus við vonina úr sjópokanum sínum, hann einn fer frjáls urn all-
an sjó.“ (85) Af þessum skilningi er svo glöggt sem verða má hve hæpið
reynist að festa sjónir einvörðungu á frásagnarefni leiks, orðréttri merkingu
textans. Af lokaatriði leiksins og samhengi þess í leiksögunni, allri lýsingu
Halldórs og þeirra Signýjar beggja, er auðráðið að merking þessara orða
er þveröfug. Líf án vonar er ekkert líf; frelsið í rauninni dauði.
Heimkoma, gestkoma er að vísu eftir þetta eitt aðalminnið í leikritum
Jökuls Jakobssonar — í Dóminó og Syni skóarans og dóttur bakarans,
Klukkustrengjum og Herbergi 213. En lífsvon fólksins í leikjunum, leit
þeirra að því sem gefi lífi gildi, óbrjáluðum verðmætum, beinist héðan
í frá ævinlega inn á við, að einhverju sem fortiðin geymir og minningin
og ekki verður endurheimt. Fríða Sigurðardóttir telur að Sjóleiðin til
Bagdad sé eina leikrit Jökuls sem í meginatriðum sé sálfræðilegs efnis
(269). Sönnu nær að öll leikrit hans fjalli fyrst og síðast um sálarlíf, innri
og andlægan veruleika; og í seinni leikritunum, frá og með Dóminó, er
hugarheimur fólksins í leikjunum allur veruleiki þeirra. Sá heimur er að
sönnu saminn úr efnivið raunheims, veruleikans sjálfs; og leikendum og
áhorfendum frjálst að leita uppi sinn heirn í þeirra heimi, þótt það þurfi
ekki að villa sýn á efni og eðli þeiiæa. En það má aftur á móti til sanns
vegar færa að Sjóleiðin til Bagdad sé síðasta verk Jökuls þar sem yrkisefnið
ennþá hemst í hefðbundnu frásöguformi.
Til eru þeir sem finnst að Jökli Jakobssyni hafi sífellt verið að fara aft-
ur sem leikskáldi eftir sín fyrstu raunsæislegu leikrit. Slíkur smekkur
breytir engu um það að í fyrstu leikritunum og þar áður skáldsögum höf-
undarins má greina í frumgerð, óútkljáð, ýms hin sömu yrkisefni sem hann
fæst við og Ieysir úr í seinni, fullveðja leikritum sínum. Raunsæi hans er
þegar í fyrri leikritunum fremur aðferð en endanlegt markmið þeirra.
Um Sumarið 37 er þess getið að höfundur hafi lokið því í samvinnu við
leikhópinn og lokaþátturinn verið saminn á ný á æfingum leiksins (87).
Fríða rekur i stuttu máli það sem á milli ber í efnisatriðum í báðum gerð-
um þáttarins (116), en fjallar ekki um þá breytingu sem mestu skiptir í endur-
samningu eða hreinskrift leiksins, og umfram allt varðar stíl og frásagnar-