Skírnir - 01.01.1982, Page 220
218 ÓLAFUR JÓNSSON SKÍRNIR
hátt, að í lokagerðinni er látið hjá líða að útkljá með einum eða öðrum
hætti þá raunsæislegu leiksögu sem annars er sögð í leiknum. Allt er
óbreytt að leikslokum frá því sem var í upphafi, leikurinn lýsir heimi sem
stendur kyrr, eða gengur í hring, og ekkert getur lengur gerst. Á hinni
afkáru fjölskyldumynd í leikslokin birtist sá heimur sem Dóminó, Klukku-
strengir, Herbergi 213 fjalla allir nánar um.
Eins og þeir gerist Sumarið 37 á einu sviði, borgaralegri stofu, innan
luktra dyra. Engin ástæða né rök fyrir því í leikritunum sjálfum að líta
á lokaðan heim og samfélag fólks í leikjunum sem eftirmynd raunheims,
sjá td. með Fríðu fólk af ólíkum kynslóðum í leikjunum sem fulltrúa
öndverðra félagshópa, stétta eða kynslóða í samtíð og samfélagi höfundar-
ins (88—89) eða gera hugmynd þeirra um hringrás kynslóðanna (123—124)
að ígildi kenningar um td. uppgang og fall íslenskrar borgarastéttar.
Það er auðvitað algengt í allskonar skáldskap að láta öndverðar kynslóð-
ir standa með einu móti eða öðru fyrir ólík lífsviðhorf, lífsgildi, eða lýsa
víxlgangi kynslóða, td. þriggja ættliða borgaralegrar fjölskyldu, sem ein-
hverskonar hringrás. Þarf ekki að lesa td. Hamsun eða Mann til að verða
áskynja um þvílxkar hugmyndir. Og þetta efnisminni semur sig allskostar
að meginformi hinna „borgaralegu leikrita" Jökuls Jakobssonar sem Fríða
nefnir svo (268—269), sbr Dóminó þar sem allt liggur í hring, atburðir,
orðræða og sviðsmyndin, þótt það komi víðar fyrir hjá honum. Fólkið í
leikjunum, einstaklingar í hlutverkum kynslóðanna og manngerðanna, er að
vísu sjaldnast neitt ýkja nýstárlegt frekar en raunsæislegur efniviður leikj-
anna að öðru leyti, lýsing umhverfis og aldarfars. Aftur á móti væri ómaks-
ins vert að huga að fyrirmyndum, efnivið verka hans i bókmenntunum,
ekkert síður en i umhverfi höfundar og lesendanna. Það nýstárlega er sam-
hengið sem þetta efni skipast í hjá Jökli, skáldleg myndlíking mannlegs
lífs og tilvistar sem hann yrkir úr algengum efnivið borgaralegs samtíma-
raunsæis, félagslegum og sálfræðilegum.
í þessum heimi, sem í mörgum seinni leikritunum hverfist um sjálfan
sig, tilluktur, er lífsvonin, heimvonin jafnan bundin við konu í sjónar-
miðju leikjanna; það er óbreytt frá upphafi til enda höfundarferilsins,
Árdísi í Hart i bak til Dísu í Sy>ii skóarans og dóttur bakarans. En eftir
Sjóleiðina til Bagdad er konan í leiknum einatt sjúk, eins og Sjöfn í
Sumarið 37, Margrét í Dóminó, Lára í Kertalogum; og i Herbergi 213,
sjónvarpsleiknum Vandarhöggi er hún orðin að meinvætti. Innst inni í
heimi leikjanna býr ógn og skelfing, dauði og tortíming, og ef raun-
verulegir endurfundir takast, fólk kemst um síðir heim, er voði vís. í
Syni skóarans og dóttur bakarans, í öruggri borg er heimsendir beinlínis
settur á svið í leikslokin. Linkindarlaus örvænting hennar er uppistaða
í lífsýn leikjanna og jafnframt forsenda fyrir ýtarlegri skopgervingu frá-
sagnarefnisins, fólks og lífs sem þeir lýsa. Ekki vert að gleyma því að
flest seinni leikritin eru að forminu til skopleikir, og skopfærsla mann-
gerða, fi'ásagnarefna, hugmynda er meginþáttur í þeim öllum. En um þessa