Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 9
RITGERÐIR
GUÐRÚN NORDAL
Freyr fífldur
i
ÞAÐ VAR ekkert gamanmál að vera hafður að fífli á hinni kristnu
Sturlungaöld. Hver einstaklingur var sem heilagt vé er ekki mátti
saurga, hvorki með orðum né verkum. Lög þjóðveldisins vörðu
karla og konur kirfilega gegn níðskáum gárungum, hvort sem orð
þeirra voru sett í ljóðstafi eða þeim varpað fram í tækifærissam-
ræðu. Lagabókstafurinn dugði þó ekki alltaf til varnar. Ljóðsmið-
irnir, svokallaðir hofgoðar Óðins eins og Snorri Sturluson kallar
þá í Ynglingasögu, þóttu sérstaklega skeinuhættir.1 Enda lögðu
lögin að jöfnu allan kveðskap hvort heldur hann lofaði mann eða
hæddi, og fyrirskipuðu einfaldlega að „hvarke a maðr at yrkia vm
maN löst ne löf“.2
Þessi viðkvæmni fyrir krafti hins talaða orðs í þrettándu aldar
samfélagi, og fram kemur í Grágás, er augljós í hugmyndum
manna um níð, er birtist bæði í íslendingasögum og Sturlungu.
Preben Meulengracht Sorensen hefur rannsakað merkingu níðs á
Sturlungaöld, eins og það opinberast í Islendingasögum og Sturl-
ungu. Viðkvæmni manna fyrir þeirri kynferðislegu niðurlægingu
er í níði felst, hvort sem það var reist á stöng eða falið í orði,
tengir hann við karlmennsku og valdsvið þess aðila sem níðið
beindist að.3 Níðið gróf undan þjóðfélagslegri virðingu fórnar-
lambsins. Mikilvægt er að hafa í huga þetta viðkvæma samhengi
milli valdastöðu karlmanna og kynímyndar þeirra á þrettándu
1 Ynglinga saga. 1941, Islenzk fomrit XXVI, útg. Bjarni Aðalbjarnarson, 6. kafli.
2 Grágás. Islœndernes Logbog i Fristatens Tid udgivet efter det kongelige
Bibliotheks Haandskrift lb. 1852, útg. Vilhjálmur Finsen, Berlings Bogtrykk-
eri: Kobenhavn, 183 og Grágás efter Amamagnæanske Haandskrift Nr 334
fol., Staðarhólsbók, útg. Vilhjálmur Finsen, Gyldendal: Kobenhavn, 392.
3 Preben Meulengracht Sorensen. 1980, Norrönt nid. Forestillingen om den
umandige mand i de islandske sagaer, Universitetsforlag: Odense, 16-39.
Skírnir, 166. ár (haust 1992)