Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 195
SKÍRNIR
HARÐARSAGA
457
ur er nefndur í íslendinga sögu Sturlu og Landnámu Hauks. Á sama hátt
kynni höfundur að hafa lagað hið einfalda náttúrunafn Dragi og gert að
Geldingadraga til þess að betur félli að sögunni um Hörð þegar hann dró
þar um fjallið forustusauði Indriða á Vatni í Skorradal (29. kap). Þá gæti
einnig verið að höfundur hafi fundið upp fleiri örnefni í sögunni einsog
Leiðvöll og Indriðastíg, Brandsflesjar, Bláskeggsár, Helguskarð og Helgu-
sund.
I formála fyrir Bárðar sögu segir að grunur vakni um að höfundur hafi
sjálfur sett nafnið Bárðarlaug saman og gert ráð fyrir að laugin sem um
ræðir hafi upphaflega heitað Laug (s. lxxxv). Kynni þetta dæmi því að
vera hliðstæða við áðurnefnda nafnbreytingu Hólmur > Geirshólmur í
Harðar sögu. Guðbrandur Vigfússon hugsaði sér að mörg þekkt örnefni
á Snæfellsnesi væru tekin upp eftir Bárðar sögu en hafnaði því að þessu
væri öfugt farið. Ólafi Lárussyni þótti undarleg skoðun Guðbrands (sjá
formála Guðbrands fyrir útgáfu Bárðar sögu í Nordiske Oldskrifter
XXVII, Kh. 1860, s. iv, og bók Ólafs Byggð og saga, Rvk. 1944, s. 151).
Svipuð hugsun og hjá Guðbrandi kemur fram hjá Richard Perkins, hin-
um breska rannsóknarmanni Flóamannasögu, sem hyggur að höfundur
hennar hafi jafnvel búið til örnefnið Kolslækur í Flóa (sbr. 7/XIII, s.
clvi). Hér finnst mér komið að kjarna máls og sakna þess að í formála 7/
XIII skuli þessu vandamáli ekki gerð einhver skil. Höfundur Bárðar
sögu kynni að minni hyggju að hafa fundið upp hjá sjálfum sér örnefni
einsog Gróuhellir, Kneifarnes, Skinnbrók, Svalsmöl og Sönghellir auk
Bárðarlaugar. Hvað varðar Þorskfirðinga sögu kann líkt að vera uppi á
teningnum en um hana segir í formála að höfundur hafi lesið nöfn sumra
sögupersóna úr örnefnum (s. cxx) og margar örnefnaskýringar hennar
eru sagðar tilbúningur söguhöfundar (s. cxxii). Ég held hinsvegar að ekki
aðeins sumar skýringar örnefnanna heldur einnig örnefnin sjálf, til að
mynda Þorgeirsdalur, Völvustaðir, Hergilsgrafir, Ásmundarhváll og
Ketilbjarnarhlaup, séu uppfundin af höfundi, jafnvel í ákveðnum tilgangi
sem hér síðar verður að vikið.
I Landnámu er vísað til Harðar sögu og Þorskfirðinga sögu og bent
er á í formála //XIII að Harðar saga sæki fróðleik til Landnámu. Einnig
segir að í Bárðar sögu sé stuðst við Sturlubók Landnámu og að höfundur
Bárðar sögu kunni að hafa þekkt Harðar sögu. Þá eru rakin tengsl
Þorskfirðinga sögu og Landnámu og bent á þann möguleika til skýringar
rittengslum Harðar sögu og Þorskfirðinga sögu að þar sé Harðar saga
veitandi. Allt þetta ásamt getgátum um að Styrmir Kárason sé líklegur
höfundur Harðar sögu og að ritun Þorskfirðinga sögu kunni að mega
rekja til áhuga Sturlu Þórðarsonar á sögusviði og ættum í Þorskfirðinga
sögu (s. cxxxiii), gerir þessar sögur nákomnar Landnámu og hverri
annarri, en frá fornu fari hafa menn eignað Styrmi og Sturlu hvorum sína
gerð Landnámu og telja menn að hvor þeirra hafi bætt við efni frá því