Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 107
SKÍRNIR
HLUTVERK HEIMSPEKINNAR
369
samþætting1'.1 Hann er í því tilliti fyllilega sammála L.T. Hob-
house, sem heldur því fram að heimspekin miði að „samþættingu
vísindanna í eina heild“.2 Þetta viðhorf má rekja til Augusts
Comtes og Herberts Spencers, en þeir litu á heimspekina sem
heildarniðurstöðu mannlegrar þekkingar. Þannig líta sumir á
heimspekina sem sjálfstæða vísindagrein, en aðrir telja, að hún sé
ekki annað en stoðgrein.
Þó að flestir höfundar heimspekirita undirstriki vísindaeðli
heimspekinnar, hafa þó ýmsir merkir hugsuðir gersamlega hafnað
þeirri skoðun. I augum Schillers, sem hafði að líkindum meiri
áhrif sem heimspekingur en leikritaskáld, var markmið heim-
spekinnar fólgið í því að samræma hugsanir manna og gerðir í
anda fagurfræðinnar. Allt skyldi mælt á kvarða fegurðarinnar.
Onnur skáld, svosem Hölderlin og Novalis, halda fram líkri
skoðun og jafnvel hreinræktaðir heimspekingar eins og Schelling
nálgast oft slík sjónarmið í verkum sínum. Henri Bergson stað-
hæfir einnig fullum fetum að heimspekin sé náskyld listinni og
alls engin vísindi.
En þarmeð er ekki öll sagan sögð. Ekki einungis eru deildar
meiningar um hið almenna hlutverk heimspekinnar heldur einnig
um inntak hennar. Enn eru til hugsuðir sem telja að heimspekin
fáist eingöngu við æðstu lögmál og hugtök verunnar, og endan-
lega við þekkingu á guði. Þetta á við um lærisveina Aristótelesar
og svokallaða ný-tómista. Þá má nefna þá skyldu hugmynd að
heimspekin fjalli um hið frumtæka (Aprion). Alexander lýsir
henni sem „reynsluathugun á því sem er óháð reynslunni eða fer
á undan henni og á þeim vandamálum sem leiða af tengslum
reynslunnar við það sem er gefið á undan henni“ (rúm, tími, guð-
dómur).3 Aðrir, sem eiga rætur að rekja til enskra skynhyggju-
manna og fræða þeirra Fries og Apelts, líta á heimspekina sem
vísindi hinnar innri reynslu. Samkvæmt kenningu rökfræðilegra
1 Bertrand Russell, „Logical Atomism" í Contemporary British Philosophy, útg.
J.H. Muirhead, 1,1925, bls. 379.
2 L.T. Hobhouse, „The Philosophy of Development", sama rit, bls. 152.
3 S. Alexander, Space, Time, and Deity, 1. bd., London 1920, bls. 4.