Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 18
280
GUÐRÚN NORDAL
SKÍRNIR
heldur sé ávallt brúður annars, ætíð bundin líni.20 Orðið brúður
er tvíbent í kveðskap. Það er algengt kvenheiti, en er einnig notað
um kvenjötna, þvílíka sem Gerði í Skírnismálum.21 I vísunni er
sár tregi og harmur. Hallbjörn minnist ekki einu orði á nokkurn
keppinaut um ást Hallgerðar, heldur undirstrikar einungis
ósnertileika hennar og hreinlyndi, sem veldur honum hugarangri
og óhamingju: „bpl gervir mik fplvan". Sagnorðið leika kemur
fyrir í kveðskap í tengslum við ástarleiki.22 Kenningin leikr Freys
hefur af fræðimönnum verið túlkuð ýmist sem blót Freys eða
sem bardagi. Notkun orðsins í þessu samhengi vísunnar gæti því
skírskotað bæði til uppgjafar Hallbjarnar og kynferðislegrar nið-
urlægingar hans. Hallbjörn er hafður að leiksoppi brúðarinnar.
Ef við ímyndum okkur að Hallgerður hafi gegnt hlutverki
hofgyðju Freys og þar með brúðar hans, er sem allur hnúturinn
leysist. Tungu-Oddur, faðir Hallgerðar, sá um viðhald hofs á
Hofsstöðum í Reykjadal, þar sem gæti hafa staðið hof Freys, og
Þuríður systir hennar bjó í Hörgsholti. Það örnefni gæti bent til
að einhvers konar blótstaður hafi verið á bænum. Og þó að ekki
sé sagt skýrum orðum að Þuríður hafi verið viðriðin blót, þá
hafði hún töfrahendur og græddi sár manna.23 Ætt Hallgerðar
gæti því tengst Freysdýrkun. Það er athyglisvert að Hallgerður er
eitt barna Tungu-Odds sem vantar í ættartölu hans í Hænsa-Þór-
is sögu og kynni það að benda til að athæfi hennar hafi þótt
20 Lín tengist reðurdýrkun í vísu í Völsa þætti í Flateyjarbók II. 1862,
Christiania: P.T. Mallings Forlagsboghandel. „Aukinn ertu Uolse / ok vpp vm
tekinn / lini gæddr / en laukum studdr“ (333). Þar er lín (auk lauks) notað til
að efla kraft limsins, en þessi frásögn í Völsa þætti hefur verið tengd frjósemis-
dýrkun, sbr. Ólaf Briem. 1959. „Falloskult“, Kulturhistorisk Leksikon for nord-
isk MiddelalderYV, 157-8.
21 Sjá Lexicon Poeticum, sjá: brúðr. Heitið er þó ekki notað um Gerði í Skírnis-
málum. Folke Ström ræðir merkingu orðsins í sambandi við Þorgerði holga-
brúði og einnig kvenmannsnöfn með -gerðr að seinni lið: sjá Folke Ström.
1983, „Hieros gamos-motivet i Hallfreðr Óttarssons Hákonardrápa", Arkiv
for nordisk filologi 98, 67-79.
22 Lexicon Poeticum, sjá: leika; sbr. t.d. lausavísu sem sögð er eftir Gunnlaug
ormstungu, Den Norsk-Islandske Skjaldedigtning, útg. Finnur Jónsson, Koben-
havn, 196 (vísa 7).
23 Landnáma S41. Sjá einnig Olsen 1928:282-7, 292.