Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 149
SKÍRNIR
HVERJIR EIGA FISKINN?
411
sín á fyrstnefndu meiningunni þótt þeir styðjist við hinar tvær til
þess að gera mál sitt sennilegra og gefa því hljómgrunn í tilfinn-
ingum fólks.
En skyldi þetta vera merking laganna frá 1988 og 1990? Mér
þykir ekki trúlegt að ákvæði þeirra um sameign þjóðarinnar á
fiskistofnum hafi neina ákveðna merkingu. Sennilega er ástæða
þessa ákvæðis sú að löggjafinn telur óheppilegt að fiskistofnarnir
verði eins og hver önnur markaðsvara sem gengur kaupum og
sölum, erfist frá foreldrum til barna og safnast á fáar hendur eða
margar eftir atvikum. Alltént er hæpið að þessi lög þýði að fiski-
stofnarnir séu ríkiseign eða sameign allra Islendinga í skilningi
eignarréttar.
2. hluti: Eignarnám á náttúrugæðum
Um upphaf eignarréttar segir prófessor Ólafur Lárusson:
Að lögum eiga allar eignir að lokum upptök sín annaðhvort í því, sem
nefnt er nám eða taka (occupatio) eða í því, sem kallað er framleiðsla í
þrengri merkingu. En taka eða nám er það, er maður tekur undir umráð
sín hlut eða annað verðmæti, sem ekki var áður háð eignarrétti eða að
minnsta kosti ekki þá er háð eignarrétti, eða ákveður með öðrum hætti,
með einhliða athöfn sinni, að slíkur hlutur eða slíkt verðmæti skuli fram-
vegis tilheyra sér. Framleiðsla í lagalegri merkingu er það, ef maður
breytir hlut, efni eða öðru verðmæti þannig, að úr því verður nýr hlutur
eða nýtt verk.
Til annars hvors af þessu eiga allar eignir rót sína að rekja. Jafnvel
hinar svonefndu abströktu eignir, fjármagnið, verða að síðustu til þessa
annars hvors raktar, þótt oft séu þær þaðan komnar óbeinlínis og gegn-
um marga milliliði.
(Ólafur Lárusson, bls. 81)
Sé sú kenning um upphaf eignarréttar, sem hér er rakin, rétt,
eins og ég geri ráð fyrir, þá hlýtur eignarréttur á náttúrugæðum,
hvort sem um er að ræða einkaeign, sameign margra eða ríkis-
eign, að verða til fyrir nám eða töku.
En mönnum leyfist ekki að taka sér hvaða náttúrugæði sem þá
listir. Nám eða taka hlýtur að lúta einhverjum reglum, siðferði-