Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 37
SKÍRNIR
SNORRI GOÐI OG SNORRI STURLUSON
299
verið neitt sérlega mikið á Snæfellsnesi og hvergi kemur fram í
Eyrbyggju að Snorra hafi tekist að yfirbuga Eyrbyggja. Vaknar
grunur um að veldi Snorra sé ýkt í Eyrbyggju og virðist líklegt að
hann sé þar mótaður í mynd stórgoða á 13. öld. Bústaðaskiptin
benda helst til að veldi Snorra hafi ekki verið mikið á Snæfells-
nesi, en þingmenn hans hafi einkum verið við Hvammsfjörð og
hafa þá væntanlega búið á dreif innan um þingmenn annarra
goða.10
Einar Ólafur Sveinsson segir að Eyrbyggja sé saga um vaxandi
veldi Snorra goða, um vaxandi skipulag og reglu og sé þetta í
samræmi við valdasókn Sturlunga. Hann segir þó ekki beinlínis
að lýsingin á veldi Snorra á Snæfellsnesi hljóti að vera tíma-
skekkja.* 11 Vésteinn Ólason hefur hins vegar bent á að Snorri goði
sé gerður í mynd goða á Sturlungaöld á meðan höfuðandstæðing-
ur hans, Arnkell goði, sé fulltrúi fornra viðhorfa, hinna gömlu
smágoða, og ímynd hetjunnar. Þetta er vafalaust rétt. Arnkell er
hetja í gömlum stíl sem gengur fram fyrir skjöldu og „stappar
stáli í óbreytta liðsmenn", eins og Vésteinn segir, og fær þá til að
„leggja líf og limi í hættu án þess að eiga von á verulegum ávinn-
ingi“ en Snorri hefur annan stíl.12 Munurinn er líka fólginn í því
að Snorri goði er altekinn af ástríðu valdsins, þenur út veldi sitt
og beitir slægð og kænsku gegn drengskap og hetjulund Arnkels
og forðast að lenda sjálfur í návígi.
Veldi Snorra goða á Snæfellsnesi er þannig að öllum líkindum
ýkt í Eyrbyggju og engu líkara en miðað sé við stórgoða og hér-
aðsríki á 13. öld. Aðrar Islendingasögur benda til að Snorri hafi
verið allvoldugur á efri árum sínum og þetta virðist einnig sagt í
Eyrbyggju þegar frá því er skýrt að vinsældir hans hafi tekið að
vaxa þegar hann tók að eldast og bætt við: „Það bætti um vin-
10 Óvíst er hvor sagan er eldri, Laxdœla eða Eyrbyggja, en í þeirri síðarnefndu
virðist vera vísað til Laxdœlu. Einar Ólafur Sveinsson leit svo á að þetta væri
viðauki og taldi Eyrbyggju vera eldri, sbr. Jónas Kristjánsson, „Bókmennta-
saga.“ Saga íslands III (1978), bls. 314-15. Hvað sem aldri líður, er ætlandi að
skýring Laxdœlu á bústaðaskiptunum geti staðið nærri munnmælum.
11 ÍF IV, bls. lvi.
12 Vésteinn Ólason, „Nokkrar athugasemdir um Eyrbyggja sögu“. Skírnir 145
(1971), bls. 18-20.