Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 10
272
GUÐRÚN NORDAL
SKlRNIR
öld. Spott af þessum toga fólst einkum í ásökunum um dýrslegar
kyntilhneigingar, kynhverfu eða ókarlmannlega tilburði. I öllum
þeim tilvikum í Sturlungu, þar sem slíku háði og spotti bregður
fyrir, er deilan sem af því leiðir leyst með vígaferlum en ekki á
friðsamlegan hátt á Alþingi. Það eru óskráð lög að slíkrar lítils-
virðingar verði einungis hefnt með blóðgu sverði.4
Deila Snorra Sturlusonar og Sturlu Sighvatssonar er alþekkt
söguleg staðreynd og framvindu hennar má rekja eftir þeim póli-
tísku þráðum sem augljósir eru í Islendingasögu frænda þeirra,
Sturlu Þórðarsonar. Hún er valdadeila. Tveir valdgírugir höfð-
ingjar eiga í höggi hvor við annan og verður áreksturinn enn
harkalegri vegna frændsemi þeirra. Faðir Sturlu er bróðir Snorra.
En samofinn þessum meginþræði er örmjór leyniþráður, sem ég
ætla að rekja mig eftir á næstu blaðsíðum. Islendingasögur kveða
skýrt að orði um þá viðkvæmni karlmanna sem Sturla Þórðarson
þegir nánast um í samtímasögu sinni. Því rétt eins og kynferðisleg
stef, háð og spott, jafnt sem viðkvæmar tilfinningar, gegna veiga-
miklu hlutverki í Njálu, leynast undir hrjúfu yfirborði Islend-
ingasögu alvarlegar aðdróttanir um kynleysi. Þær dylgjur var
óbærilegt að þola.5
Ég ætla í fyrstu atrennu að rekja deilu Snorra og Sturlu eftir
yfirborði frásagnarinnar áður en ég kafa ofaní myrkviði hennar.
Þeir frændur Sturla Sighvatsson og Snorri Sturluson verða fyrst í
vegi hvor annars þegar Sturla, þá rétt rúmlega tvítugur og stoltur
handhafi goðorðs Sturlungaættarinnar, kvongast Solveigu Sæ-
mundsdóttur, ylvolgum erfingja föður síns. Sagan er að vanda
sínum orðfá um kvennamál, en lætur þess þó getið að „fár varð
Snorri um er hann frétti kvonfang Sturlu og þótti mönnum sem
4 Auk þeirrar deilu sem hér verður gerð að umtalsefni má nefna níðið um Kálf
Guttormsson, sem hann hefndi með því að drepa Hall Kleppjárnsson (Sturl-
unga saga 227-9:1212), deiluna milli Miðfirðinga og Víðdælinga (247-9:1216),
og deilu Snorra Sturlusonar við Björn Þorvaldsson (263-9:1220). Hér sem eft-
irleiðis í greininni er vitnað í Sturlunguútgáfu Svarts á hvítu frá árinu 1988
(ritstj. Örnólfur Thorsson o.fl.). í sviga aftan við tilvitnun í söguna verður get-
ið um blaðsíðutal og ártal.
5 Sbr. Ursula Dronke. 1980, „The role of sexual themes in Njáls saga“, The
Dorothea Coke Memorial Lecture in Northern Studies, Viking Society for
Northern Research: London.