Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 34
296
HELGIÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
skarði varð fyrir svörum og treysti sér greinilega ekki að jafna
þeim saman Snorra og Knúti sem var mikill maður vexti, herskár
og vopndjarfur. Hefur vakið athygli að Snorri Sturluson er hvergi
orðaður við bardaga og forðaðist þá jafnvel.
Ráða má af Heimskringlu að Snorri metur meira ráðsnilld, vit
og mælsku en líkamsstyrk og bardagamátt. Þannig mat Snorri
mikils Eystein konung Magnússon, sem var fróður og ráðsnjall-
ur, spekingur og manna mælskastur. Snorri breytir lýsingu
Morkinskinnu á Eysteini, td. er hann „meðalmaður á vöxt“ í
Morkinskinnu en verður „ekki hár meðalmaður" hjá Snorra, sem
lækkar Eystein þannig í loftinu og hefur líklega sjálfan sig í huga.
Snorri fellir líka niður að Eysteinn hafi verið hinn mildasti að fé
enda þótti Snorri sjálfur fastheldinn á eigur sínar. Fleira bendir til
að Snorri hafi sjálfan sig í huga þegar hann lýsir Eysteini.2
Hin mikla andstæða Eysteins í Heimskringlu er Sigurður
bróðir hans, mikill vexti og hinn mesti hermaður. Samkvæmt
Morkinskinnu var hann „fríður sjónum“ en Snorri ritar „ekki
fagur“ og bætir við að hann hafi verið „mildur að fé“.
Sams konar andstæður í líkamsvexti og hermennsku koma
fram í Eyrbyggju, allt umhverfis Snorra goða eru höfðingjar sem
eru miklir og sterkir vígamenn, Arnkell goði, Styr og Steinþór á
Eyri. Sagan segir að keppinautar Snorra hafi átt „meira undir sér
[en hann] fyrir afls sakar og prófaðrar harðfengi“.3
Snorra goða er ennfremur lýst þannig í Eyrbyggju: „hann var
hógvær hversdaglega; fann lítt á honum hvort honum þótti vel
eða illa; hann var vitur maður og forspár um marga hluti, lang-
rækur og heiftúðugur, heilráður vinum sínum en óvinir hans
þóttust heldur kulda af kenna ráðum hans.“4
Sturla Þórðarson taldi, eða kannski öllu heldur heimildar-
menn hans, að Snorri Sturluson hefði verið langrækinn og heift-
úðugur; þetta kemur fram í frásögn Islendingasögu í Sturlungu
um það er Sturla Sighvatsson fékk Solveigar í Odda en mönnum
2 Sjá nánar um þetta Helgi Þorláksson, „Hvernig var Snorri í sjón?“ Snorri.
Átta alda minning (Reykjavík, 1979), bls. 172-180.
3 ÍF IV, bls. 20-22, 27.
4 ÍF IV, bls. 26.
J