Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 30
292
GUÐRÚN NORDAL
SKÍRNIR
nálæg kjarna heiðninnar og af þeim sökum er hún svo vandlega
falin af kristnum rithöfundum að oft er erfitt að henda reiður á
tilvísunum í hana í Islendingasögum.
I sögum um atburði þrettándu aldar kemur í ljós að Freyr er
þá orðinn samsamaður ákveðinni goðsögn og umbreytist í tákn-
mynd í karpi manna á meðal. Spottið um Dala-Frey í íslendinga
sögu sprettur af smekk manna og áhuga á goðsögum sem
skemmtifrásögnum á Sturlungaöld, en ekki upp úr lifandi trú á
hin heiðnu goð.
Hið goðkynjaða uppnefni Sturlu er örugglega ættað frá Eddu-
höfundinum Snorra Sturlusyni, eða úr næsta umhverfi hans, og
vísar þannig beinlínis til þeirrar einhæfu ímyndar, sem dregin er
upp af Frey í þrettándu aldar ritum, sem Snorri annaðhvort mót-
aði eða þekkti. Ljóst er af túlkun Snorra á Frey í Gylfaginningu
að frjósemisgoðið var þá orðið táknrænt fyrir ofmetnað karl-
manns. Frey er lýst sem hinum kvensama guði, er fórnaði ríki sínu
og ætt fyrir kvenmann. Á svipaðan hátt fórnaði Sturla vináttu
sinni við valdamesta frænda sinn, Snorra Sturluson, er hann gekk
að eiga Solveigu Sæmundsdóttur, og tapaði af þeim sökum sjálfu
ríki sínu, goðorði ættarinnar. Hvað Frey varðar voru afleiðing-
arnar af fórn hans Ragnarök, en ofmetnaður Sturlu Sighvatssonar
leiddi til Orlygsstaðabardaga, sem var sá bardagi er Sturla Þórð-
arson túlkar í draumvísum, sem dómsdag þjóðveldisins.51
En öðru máli gegnir um Óðin. Hann hefur líklega ekki verið
vinsæll guð meðal bænda sem yrktu jörðina, en var dýrkaður,
eins og Snorri segir sjálfur, af hofgoðum sínum, þ.e. skáldunum.
Snorri er kannski sá höfundur sem hóf Óðin hvað mest til vegs
og virðingar, bæði í Eddunni, í notkun kveðskapar í Heims-
kringlu, og svo auðvitað í Eglu.52 Egill - og Snorri sjálfur - eru blót-
51 Sjá Guðrún Nordal. 1990, „Nú er hin skarpa skálmöld komin“, Skáldskapar-
mál 1,211-25.
52 Sjá væntanlega grein um Snorra Sturluson: Guðrún Nordal. 1992, „Skáldið
Snorri Sturluson", Snorrastefna, Stofnun Sigurðar Nordals: Reykjavík.