Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 41
SKÍRNIR
SNORRI GOÐI OG SNORRI STURLUSON
303
Bein Snorra goða
I Eyrbyggju er þessi frásögn um leg Snorra goða og móður hans
og föðurbróður í kirkjugarði í Sælingsdalstungu:
En þá er þar var kirkjugarður grafinn, voru bein hans [Snorra] upp tekin
og færð ofan til þeirrar kirkju sem nú er þar; þá var þar við stödd Guðný
Böðvarsdóttir, móðir þeirra Sturlusona, Snorra, Þórðar og Sighvats, og
sagði hún svo frá að það væri meðalmanns bein og ekki mikil. Þar kvað
hún þá og upp tekin bein Barkar hins digra, föðurbróður Snorra goða,
og sagði hún þau vera ákaflega mikil. Þá voru og upp tekin bein Þórdísar
kerlingar, dóttur Þorbjarnar súrs, móður Snorra goða, og sagði Guðný
þau vera lítil kvenmannsbein og svo svört sem sviðin væri; og voru þau
bein öll grafin niður þar sem nú stendur kirkjan.21
Sé eitthvað að marka þetta, hefur þessi uppgröftur væntanlega
verið gerður við lok 12. aldar, kannski svona um hálfri öld áður
en sagan var fest á bókfell. Á þessu byggist etv. sú lýsing höfund-
ar að Snorri goði hafi verið meðalmaður á hæð og heldur grann-
legur. Beinin kveikja samkvæmt þessu hugmynd um útlit Snorra
goða og í framhaldi af því hefur líklega verið nærtækt að hugsa
sér að Snorri goði hafi verið líkur Snorra Sturlusyni að vexti.
En þessi frásögn vekur margar spurningar og efasemdir og
það getur vel verið að höfundur sé að leika sér, noti bein sem upp
komu í Tungu til að „sanna“ mál sitt eftir að hann hefur lokið við
að lýsa Snorra goða í mynd Snorra Sturlusonar. Hvernig þekktu
menn annars beinin? Það hefur verið snúið eins og sýnir svo-
nefnd Jarteinabók Guðmundar biskups en þar segir að Jörundur
Hólabiskup léti taka upp ætluð bein Guðmundar Arasonar ná-
lægt 1275. Þá var viðstaddur Hrafn Oddsson sem „vissi eigi
hverra manna bein það voru sem honum voru sýnd“, eins og seg-
ir í Jarteinabókinni.22 Hin ætluðu bein Guðmundar, sem Hrafn
21 ÍF IV, bls. 183-4.
22 Biskupa sögur. [Utg. Guðbrandur Vigfússon]. (Kaupmannahöfn 1858) I, bls.
609-10. Um heitið Jarteinabók siá Byskupa söeur II. Ute. Guðni Tónsson
(Reykjavík, 1953).