Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 44
306
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
kvennamál Snorra.32 Allt er þetta vel þekkt og kemur fram í yfir-
litsritum um skáldmæringinn.33
Það er svo sem ekkert skrýtið að höfundi Eyrbyggju hafi dott-
ið í hug að gera Snorra goða líkan Snorra Sturlusyni. Gamli goð-
inn var forfaðir hins yngri sem bar nafn hans og átti hlut í hinu
gamla goðorði hans, Snorrungagoðorði. I þessu sambandi má
kannski nefna að mönnum hefur dottið í hug að Þórdís Snorra-
dóttir, sem var dóttir Snorra Sturlusonar og femme fatale á Vest-
fjörðum á fyrri hluta 13. aldar, hafi verið fyrirmynd formóður
sinnar, Þórdísar Súrsdóttur í Gíslasögu,34 Þetta er lítt kannað, eft-
ir því sem ég veit best, en hér gætu sameiginlegt nafn og blóð-
tengsl líka verið kveikja samanburðar.35
Vensl Snorra goða við fyrirmenn og áhrif á alþingi, hin ætlaða
kænska hans og ráðabrugg og hugsanlega fjöllyndi í kvennamál-
um gat allt ýtt undir að höfundi Eyrbyggju hafi þótt nærtækt að
nota Snorra Sturluson sem fyrirmynd. Og sögnina um beinin má
túlka svo að höfundur hafi tekið lýsingu Snorra Sturlusonar og
snúið henni upp á forföður hans. Snorri Sturluson er lítt eða ekki
bendlaður við vopnaburð og aldrei við víg og svo er að sjá við
lestur meginmáls í Eyrbyggju að Snorri goði hafi verið deigur að
beita sverði þótt vísur bendi til annars. Þessu einkenni Snorra
Sturlusonar virðist höfundur snúa upp á Snorra goða.
32 Árni Pálsson bendir á að svo muni vera að skilja, sbr. tilv. rit, bls. 113. Sigurð-
ur Nordal, tilv. rit, bls. 59.
33 Auk fyrrgreindra rita sbr. og Gunnar Benediktsson, Snorri skáld í Reykholti.
Leikmaður kryfur kunnar heimildir. (Reykjavík 1957).
34 Sjá um þetta Aðalgeir Kristjánsson, „Gísla saga og samtíð höfundar". Skírnir
139(1965), bls. 155-7.
35 Sagt er að listamaðurinn Guðmundur frá Miðdal hafi fengið Skúla Thoraren-
sen útgerðarmann, sem var fimmti maður frá Skúla fógeta og bar nafn hans, til
að sitja fyrir þegar hann gerði styttu þá af landfógetanum sem stendur í Bæjar-
fógetagarði 1 Reykjavík. Fróður maður af Thorarensensætt veit ekki betur en
þetta sé rétt. Ekki er til nein mynd af Skúla fógeta en Guðmundi mun hafa
þótt líklegt að landfógetinn hafi verið hár, þrekinn og stórskorinn eins og at-
hafnamaðurinn Skúli Thorarensen, afkomandi hans. Þetta virðast eðlileg
vinnubrögð þegar menn vilja draga upp heillega mynd af löngu liðnum manni
og hafa kannski við lítið að styðjast. En í reynd mun Skúli fógeti hvorki hafa
verið hávaxinn né þrekinn, sbr. Jón Jónsson, Skúli Magnússon landfógeti
(Reykjavík 1911), bls. 306,134, sbr. 319 nm.