Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 48
310
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
baki Sauðafellsför Vatnsfirðinga sem mistókst eins og kunnugt er,
af því að sá sem átti að drepa, Sturla Sighvatsson, var ekki
heima.46 Það er hið stöðuga og oft skuggalega ráðabrugg, stund-
um heppnað og stundum misheppnað, sem er sameiginlegt ein-
kenni Snorranna. Ráð þeirra eru köld og þeir líta á menn sem peð
í valdatafli. Snorri Sturluson atti td. Orækju syni sínum með her
manns gegn Þórði, bróður sínum.47
Refskapur Snorra goða kemur líka fram í því hvernig hann
gabbar Börk digra til að láta sig hafa Helgafell fyrir gjafvirði. Og
Snorri Sturluson virðist hafa náð Stafholti með brögðum og beitti
klókindum í samningum til að ná Reykholti.48
Sigurði Nordal virðist að Snorri Sturluson hafi verið hvik-
lyndur og jafnvel stefnulaus, hafi td. látið bróður sinn Sighvat
snúa sér þegar minnst varði og Sighvatur sé einbeittur og vilja-
fastur en Snorri ekki. Á það hefur þó Árni Pálsson bent að þessar
ályktanir Sigurðar um samskipti þeirra bræðra séu vafasamar,
ekki hafi endilega þurft orð Sighvats til að Snorri breytti svo sem
hann gerði, hann hafi haft til þess gildar ástæður.49 Og þótt
Snorri væri reiður Sturlu Sighvatssyni, gerði hann sátt við hann
„því að hann vildi ekki missa liðveislu Sturlu á þingi um sumarið
í málum þeirra Kolbeins unga“, eins og segir í Islendingasögu.
Þetta telur Sigurður Nordal vera dæmi um marglyndi og skort á
„langæjum tilfinningum og þungri þykkju“. Er þetta eitt af all-
mörgum dæmum þess hvernig Sigurður Nordal dregur upp
46 Sturlunga saga I, bls. 324-5, 329-32. Snorri goði í Laxdœlu er ólíkur að því
leyti að djúpsett ráð hans hrífa og allt kemur fram samkvæmt ráðstöfunum
hans og áætlunum, sbr. ÍF V, bls. 200. Snorri Eyrbyggju er mun raunverulegri
og stendur nær Snorra Sturlusyni að þessu leyti.
47 Árni Pálsson, tilv. rit, bls. 178 oáfr.
48 Um Stafholt sjá Sigurður Nordal, tilv. rit, bls. 49; Gunnar Benediktsson, tilv.
rit, bls. 69-70. Gunnar ber í bætifláka fyrir Snorra vegna Stafholtsmáls en hætt
er við að bragðvísi og sínka hafi ráðið gjörðum Snorra. Ólafur Halldórsson
hefur borið saman hvernig þeir Snorri goði og Þrándur í Götu ná undir sig
eignum með brögðum, sbr. Færeyinga sögu í útgáfu Ólafs (Reykjavík 1987),
bls. clxxix. Helgafellssagan styðst þannig kannski við minni en bragðvísi
Snorra í Stafholtsmálum gat samt minnt á Snorra goða og gert samanburð
þeirra nafnanna nærtækan í Eyrbyggju.
49 Sigurður Nordal, tilv. rit, bls. 50-52. Árni Pálsson, tiiv. rit, bls. 132 oáfr.