Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 185
SKÍRNIR
SANNLEIKAR SAGNFRÆÐINNAR
447
arvert sé að allir sýni umburðarlyndi. Afleiðingin hjá Þorsteini er
að sagnfræðingar skrifi ekki um eða segi frá sannleika, heldur leiti
þeir hans. Sannleiksleitin er að hans mati hugsjón allra fræða:
„Áróðursmeistarinn finnur sannleika. Fræðimaðurinn leitar að
sannleika. Það er leitin að sannleika sem gefur fræðilegri starfsemi
inntak. Ekkert annað gefur henni inntak, því hún er ekkert annað
en leit að sannleika" (190). Leitinni lýkur aldrei og sannleikinn
getur aldrei orðið annað en markmið í fjarska: „Sannleiksleit hef-
ur sannleikann einan að markmiði. Ef einum þætti sannleiksleit-
arinnar er sett annað markmið en sannleikurinn sjálfur, þá glatar
þessi þáttur gildi sínu“ (192). Er það kannski vegna þess að hann
er ekki til? Eða er það vegna þess að enn sem fyrr er stefnt að
hinum algilda sannleika? Þorsteinn telur fræðimenn leita „sann-
leikans um það sem rannsakað er“ (189), en hvað er það annað en
að sækjast eftir hinum stóra sannleika um tiltekið atriði? Búið er
að búta heiminn í sundur og ekki er lengur til neinn einn sann-
leikur um allt eða alla skapaða hluti, en samt sem áður á að vera
til einn sannleikur um margt, einn hreinn og beinn um hvert at-
riði eða sérhvert hólf heimsins: fólksfjölda, byggð og þar fram
eftir götum. Eftir sem áður ræður ríkjum hið gamla hugtak um að
sannleikinn sé það sem er, var og verður óbreytanlegt, líkt og
danski guðfræðingurinn Níels Fíemmingsen sagði árið 1562.11
Þrálát notkun Þorsteins á ákveðnum greini (sannleikans og sann-
leikanum, sannleiksleitina og sannleiksleitinni með meiru) segir
mér að skilgreining hugtaksins hefur ekki breyst. Sannleiki er tal-
inn vera eitthvað stöðugt, eitthvað sem gefur aldrei eftir. Flann er
samsvörun staðhæfinga og staðreynda. Eg vil frekar tala um nálg-
un á grundvelli þess sem kalla mætti samkvæmniskenningu um
sannleikann (á ensku „the coherence theory of truth“), þar sem
11 „Veritas est per quam immutata ea quæ sunt, aut fuerunt, aut futura sunt,
dicuntur." Niels Hemmingsen, De lege naturœ. Wittenberg 1562, bls. Mlr.
Samanber einkunnarorð ritgerðar um áhrif tungumáls á skoðanir og öfugt um
miðja 18. öld: „Veritate nihil perennius." Dissertation qui a remporté le prix
proposé de l’Académie Royale des Sciences et Belles Lettres de Prusse sur
l’influence réciproque du langage sur les opinions, et des opinions sur le langa-
ge. Berlín 1760, fyrsti hluti, bls. 2.