Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 226
488
FREGNIR AF BÓKUM
SKÍRNIR
um bættan hag var með menntun, eins og kemur fram í „Skólabræður“
eftir Friðrik J. Bergmann. En sögurnar beinast hvorki að harðræðinu né
árekstrum og erfiðleikum vegna tungumálaerfiðleika og menningarmun-
ar sem margir Vesturíslendingar minnast frá uppvexti sínum. Eins og
Einar H. Kvaran segir í inngangi um vesturíslenskar sögur og ritgerðir í
Vestur um haf „Vestur-íslensk skáld hafa auðsæja og skiljanlega ánægju
af því að lýsa Islendingum, sem eitthvað verulega sópar að“ og „yfir öll-
um sögunum er siðferðileg heiðríkja“ (XLIV, XL).
Sammerkt með söguhetjunum er innri styrkur, þor og ráðkænska til
að leysa það sem leysa má, en taka með æðruleysi því sem ekki verður
umflúið, hvort heldur er í ástamálum í „Steina fyrir brauð“ eftir Arn-
rúnu frá Felli (Guðrún Tómasdóttir Bjarnason) og „Þegar fennir í spor-
in“ eftir Orn (Kristinn Pétursson), eða í uppgjöri lífsins við dauðann í
„Undir útfall" eftir Guðrúnu H. Finnsdóttur og „Hávarði úr Króki“ eft-
ir Kveldúlf (óþekktur). íslenskir fornmenn eru endurvaktir á eftirminni-
legan hátt á kanadískri grund í sögunum „Álfur á Borg“ eftir Jóhannes
Pálsson og „Islenskt heljarmenni" eftir Jóhann Bjarnason og undirstrika
að íslenskir víkingar geta ekki af sér dusilmenni. Kristin fórnarlund og
bróðurþel mótar hinsvegar söguhetjuna í „Meiri elsku hefir enginn“ eftir
Grím Grímsson (Björn B. Jónsson), en í „Frá fyrri dögum“ eftir Þorstein
Þ. Þorsteinsson er íslenska hetjan orðin veraldarvanur heimsmaður, fær
um að bjarga sér og sínum með króki á móti bragði. Gunnsteinn Eyj-
ólfsson dregur svo upp glettna mynd af andhetjunni sem snýr á yfirvöld-
in með dyggri stoð konu sinnar með því að eignast aldrei neitt og gera
aldrei neitt í „Hvernig ég yfirbugaði sveitarráðið". Virðing fyrir þeim
sem ekki gerast hópgöngumenn kemur víða skýrt fram, einkum í „Há-
varði úr Króki“ og „Dóminum“ eftir Bergþór E. Johnson. En enginn
sýnir eins afgerandi andstyggð á múgþægni og Stephan G. Stephansson í
allegórískum svipmyndum sínum sem draga dár að blindri fylgni við
stofnanir kirkju, ríkis og mennta, en ljúka lofi á anarkistann sem hýsir
Sanngirnina þegar hún á sér hvergi skjól og styður lítilmagnann gegn of-
ríki valdsmanna.
Stephan er eini höfundurinn sem sýnir verulega nýsköpun í form-
gerð en Gunnsteini Eyjólfssyni tekst vel að nýta „rödd“ sögumanns síns
til að draga fram einkennandi persónuþætti og Guðrún Finnsdóttir kall-
ar fram ljóðrænar myndir úr umhverfi kanadísku hásléttunnar sem hún
vinnur úr á óvenjulegan hátt.
Utgáfa Western Icelandic Short Stories fylgir í kjölfar enskra þýðinga
Kristjönu Gunnars á úrvali verka Stephans G. Stephanssonar, útgefnum
1988. Kirsten og Árný ætla að fylgja bók sinni eftir með því að gefa út
safnrit með skrifum vesturíslenskra kvenna. Þessi viðleitni til að veita
enskumælandi lesendum aðgang að verkum skrifuðum á íslensku í
Kanada markar þáttaskil í viðhaldi vesturíslenskrar menningar og endur-
speglar um leið sérkenni og grunngerð kanadísks samfélags. I uppbygg-