Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 38
300
HELGI ÞORLÁKSSON
SKÍRNIR
sældir að hann batt tengdir við hin mestu stórmenni í Breiðafirði
og víðar annars staðar"13. Hann gifti fimm dætur sínar mönnum
sem munu allir hafa verið mektarmenn. Þannig má vera að Snorri
hafi fyrst orðið voldugur og áhrifamikill þegar hann hafði stofnað
til mægða við valdamenn og völd hans hafi einkum birst í því að
hann hafi getað myndað sterk, pólitísk sambönd á alþingi. Þetta
hefur einkum verið eftir að hann var sestur að í Tungu og þarf
ekki endilega að samsvara miklum völdum í hinu nýja heimahér-
aði hans, Dölum.
Það hefur svo ýtt undir hugmyndir um völd Snorra goða og
áhrif að hann var sagður ráðagjörðarmaður og klókur. Sagan í
Eyrbyggju um sænsku berserkina sem létu lífið vegna of mikils
baðhita hefur líklega verið í munnmælum, studd örnefnum og
fornleifum, og átt að sýna hversu kænn Snorri hafi verið.14 í
kvæðaflokki sem lagður er í munn Þórarni svarta í Mávahlíð er
hann kallaður „vitur vekjandi lögráns". Flokkurinn, sem eignað-
ur er Þórarni í sögunni, er talinn vera allmiklu eldri en sagan en
yngri en svo að hann geti verið ortur af Þórarni.15 Hefur eflaust
verið haft fyrir satt í sögnum að Snorri hafi verið lögkænn mála-
fylgjumaður.
I fjórða lagi hefur höfundur Eyrbyggju vafalaust haft vitn-
eskju um að Snorri hafi átt börn með mörgum konum. Hann hef-
13 ÍFIV.bls. 180.
14 Þessi sögn er líka rakin í Heiðarvígasögu og segir þar margt annað frá Snorra
goða en megnið er aðeins varðveitt í endursögn Jóns Ólafssonar Grunnvík-
ings og er því erfitt um samanburð. Snorri er þar foringi í bandalagi höfðingja
en hann forðast bardaga að sögn Jóns sem þekkti Eyrbyggju. Þá segir hann að
Snorri hafi verið kallaður „blauður" í vísu og getið hafi verið um rauðskeggj-
aðan goða. Sjá Borgfirðinga sögur. (Islenzk fornrit III, 1938), bls. 240, sbr. 244
ov. I Eyrbyggju er vitnað til Heiðarvígasögu í sömu andrá og Laxdœlu og
kann að vera viðauki, sbr. nmgr. 10 að framan. Bjarni Guðnason hefur rök-
stutt I fyrirlestri að Heiðarvígasaga sé yngri en Laxdcela (rökin eru væntanleg
á prenti) og væri athugandi hvort hún sé yngri en Eyrbyggja.
15 ÍF IV, bls. vi og 40. Russell Poole, „The origins of the Máhlíðingavísur".
Scandinavian Studies 57/3 (1985), bls. 256, 262, 270, 279, 281. Vésteinn Óla-
son, ,,„MáhIíðingamál“: authorship and tradition in a part of Eyrbyggja saga. “
Ur Dölum til Dala. Guðbrandur Vigfússon Centenary Essays. Ritstj. R.
McTurk & A. Wawn (Leeds Texts and Monographs. New Series 11, 1989), bls.
187-203.
J