Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 228

Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 228
490 FREGNIR AF BÓKUM SKÍRNIR Á okkar dögum hafa vísindin fært okkur sífellt betri skilning á tengslum hugarstarfs og heilastarfsemi. Að sama skapi hefur minnkað þörfin á yfirskilvitlegum skýringum. Þó eimir talsvert eftir af því við- horfi að mannshugurinn sé eitthvað meira og merkilegra en svo að hann samanstandi af rafboðum sem berast um þetta gráa hlaupkennda líffæri sem við köllum heila. Andstæðurnar á milli óendanlegra vídda hugarins og eins hins eðlisléttasta af líkamspörtum okkar eru of miklar til að nokkrum detti í hug að fyrra bragði að hugurinn búi í heilanum. Raunar mun hafa verið talið á miðöldum að hugurinn - eða sálin eins og hún var þá kölluð - byggi í brjóstum manna en að heilinn gegndi því hlutverki helst að framleiða hor. Þó að flestir viðurkenni nú til dags að heilinn gegni lykilhlutverki er langt frá því að það viðhorf til sálarlífsins að það sé aðeins ein tegund lík- amsstarfsemi hafi tekið sér bólfestu í hugmyndum okkar um heiminn og okkur sjálf. Okkur er enn tamt að stilla upp sem andstæðum efninu og andanum eða líkamanum og sálinni, en vafasamt má telja að andstæður þessar eigi lengur rétt á sér. Ef til vill er orðið tímabært að hafna þeim með öllu og leita nýrra leiða til að útskýra mannshugann og tengsl hans við líkamann. Snemma á þessu ári áttu þeir Einar Logi Vignisson og Ólafur Páll Jónsson, nemar í heimspeki, frumkvæði að fyrirlestraröð um þetta viðfangsefni. Fengu þeir til þess sex íslenska fræðimenn af sviðum sálarfræði, læknisfræði og heimspeki. Framtak þetta hlaut fádæma undir- tektir almennings og var aðsóknin svo mikil að finna varð stærri sal til fyrirlestrahaldsins en gert hafði verið ráð fyrir til að allir kæmust að sem vildu. Vegna hins almenna áhuga sem kom fram á viðfangsefninu þótti á- stæða til að birta fyrirlestrana og eru þeir nú komnir út á lítilli bók, en Kynningarnefnd Háskóla Islands styrkti útgáfu hennar. Fyrsta fyrirlesturinn í röðinni flutti Guðmundur Pétursson læknir og forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Islands í meinafræði að Keldum. Hann heitir „Lífsskoðun efnishyggjumanns" og segir frá því hvernig lífið kviknaði á jörðinni fyrir um það bil fjórum milljörðum ára og hefur tekið á sig sífellt flóknari form í krafti þróunar en hún er við- brögð lífsins við breytilegum aðstæðum. Vitundin um eigin tilveru, sem er aðall mannsins, varð til við þróun og er fyrst og fremst eiginleiki sem hefur þróast með þessari lífveru til að tryggja áframhaldandi tilveru hennar. Næstur í röðinni kemur Jón Torfi Jónasson, dósent í uppeldisfræði við Félagsvísindadeild Háskólans, með fyrirlestur sem nefnist „Hugur og heili“. Hann fjallar um það hvernig unnt er að að skýra hugann út frá starfsemi heilans með rannsóknarlíkönum sem sækja hugmyndir sínar til tölvufræða og tilrauna með gervigreind en einnig er taugasálfræði höfð til hliðsjónar. Rannsóknir þessar heyra til svokallaðrar hugfræði sem er íslensk þýðing á enska heitinu cognitive psychology.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.