Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 92
354
EYJÓLFUR KJALAR EMILSSON
SKÍRNIR
við ekki fullyrt að það sem blasir við okkur sé sjálft eins og það
birtist okkur. Það kynni að líta svona út vegna þess sem við leggj-
um því til. Á líkingamáli Rortys hljóðar hugmyndin um hið gefna
svo, að til séu hlutir sem birtast í hugarspeglinum nákvæmlega
eins og þeir eru, og, sem meira er, að af ásýnd þeirra blasi við að
svona séu þeir.12 Að dómi Sellars gengur slík hugmynd um eitt-
hvað gefið í gegnum heimspekisöguna. Hún er nátengd annarri
hugmynd sem lengi hefur loðað við vestræna heimspeki, nefni-
lega þeirri að þekkingin hljóti og verði að hvíla á traustum
grunni. Grunnurinn sjálfur er gefinn, eitthvað sjálfljóst, og önnur
þekking sem við höfum er svo reist á honum. Þessi hugmynd set-
ur mjög mark sitt á alla heimspeki Descartes, eins helsta frum-
kvöðuls nútímaheimspeki, og margra sporgöngumanna hans síð-
an. Hjá Descartes er hið gefna fólgið í vitund hans sjálfs og vissu
hans um hana. Því telur hann sig geta fullyrt: „Ég hugsa, þess
vegna er ég til“. Á þessum sannindum, sem Descartes hyggur al-
veg óyggjandi, vill hann svo reisa alla aðra þekkingu.13 Hug-
myndin um gefinn grunn gegnir líka veigamiklu hlutverki í allri
raunhyggjuhefðinni frá Locke og fram til rökfræðilegra raun-
hyggjumanna 20. aldar. Raunhyggjumennirnir tefla beinni skyn-
reynslu, skynreyndum, eða öðru af því tagi fram sem hinu
gefna.
Nú kallar Sellars hugmyndina um hið gefna goðsögn, og á
með því við að hún sé tilbúningur. Að hans dómi reynist það sem
heimspekingarnir leggja til sem hið gefna einatt ekki vera eins
gefið og þeir láta í veðri vaka. Sérstaklega rekur Sellars af miklum
skarpleik hvers vegna tillögur raunhyggjumanna um hið gefna
sýnist ganga upp en geri það þó ekki ef grannt er skoðað. Raun-
hyggjumenn ætla að hið gefna búi í skynjun okkar. Þó telja þeir
fæstir að efnislegir hlutir sem við sjáum eða þreifum á séu hið
gefna - það virðist alltaf hugsanlegt að okkur skjátlist um slíka
12 Sbr. Pbilosophy and the Mirror of Nature, bls. 164.
13 Sjá til dæmis René Descartes, Orðraða um aðferð (Reykjavík: Hið íslenska
bókmenntafélag, Lærdómsrit 1991), íslensk þýðing Magnúsar G. Jónssonar,
einkum bls. 98-100, og inngang Þorsteins Gylfasonar bls. 49-54.