Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 91
SKÍRNIR
SÓLIN, HELLIRINN OG HUGSANIR GUÐS
353
staða og réttlæting hversdagslegra sanninda um hvað sé gott eða
satt. „Hið góða“ og „Hið raunverulega“ eru hér eins konar tákn
fyrir almenn heimspekileg sannindi. Nú er ekki svo að þessar
skoðanir séu einber sérviska Rortys. Þótt þeir séu ef til vill ekki
ýkja margir sem eru tilbúnir að fylgja honum í einu og öllu, eiga
áþekkar hugmyndir sem freista þess að kollvarpa uppistöðum
hefðarinnar talsverðu fylgi að fagna. Sundrunarheimspeki („dekon-
strúksjónismi") Frakkans Jacques Derrida er til dæmis sömu ætt-
ar og hugmyndir Rortys og nýtur hún mikilla vinsælda í mörgum
greinum mannlegra fræða og gott ef ekki í byggingarlist.10
Rorty lítur ekki á sig sem frumlegan hugsuð eða gerði að
minnsta kosti ekki í upphafi. I Heimspekin og spegill náttúrunnar
frá 1979 leggur hann einmitt áherslu á að skoðanir sínar séu eins
konar rökleg niðurstaða af heimspeki aldarinnar. Hann lítur
raunar svo á að ýmsir hafi verið komnir að sömu meginniður-
stöðum á undan sér svo sem John Dewey, Martin Heidegger og
Ludwig Wittgenstein. Rorty sér hlutverk sitt í þessu fyrst og
fremst sem hlutverk mannsins sem dregur saman og tengir það
sem fyrir liggur, skoðar það allt í sögulegu ljósi, og setur svo
punktinn yfir i-ið.
Ein af söguhetjum Rortys, sem hann nefnir svo, er landi hans
Wilfrid Sellars. Sellars ræðir í mörgum rita sinna hugmynd sem
hann kallar „goðsögnina um hið gefna“ og hefur Rorty sérstakt
dálæti á þeim þætti í hugsun hans. Goðsögnin um hið gefna er sú
hugmynd að til sé eitthvað sem við þekkjum eins og það er, beint
og milliliðalaust, eitthvað sem sýnir sig okkur á þann hátt að það
hlýtur að vera eins og það blasir við okkur.* 11 Þetta er hið gefna.
Hið gefna er einatt ómengað af hugmyndum okkar. Því væri
ásýnd þess lituð einhverju sem við leggjum henni til, þá gætum
10 Ura þennan skyldleika sjá Rorty, „Philosophy as a Kind of Writing" í Con-
sequences of Pragmatism, bls. 101-109. Ein ritgerð eftir Derrida hefur birst á
íslensku: „Formgerð, tákn og leikur í orðræðu mannvísindanna“, þýðandi
Garðar Baldvinsson, í ritsafninu Spor í bókmenntafrœði 20. aldar, ritstj. Garð-
ar Baldvinsson, Kristín Birgisdóttir og Kristín Viðarsdóttir (Reykjavík: Bók-
menntafræðistofnun Háskóla íslands, 1991), bls. 129-152.
11 Sjá til dæmis Wilfrid Sellars, Science, Perception and Reality (London:
Routledge & Kegan Paul, 1963), bls. 69-70,129-34 og 156-61.