Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 135
SKÍRNIR
FRAMTÍÐARSKIPAN VINNU
397
framkvæmd, að einhæf líkamleg störf voru enn mjög útbreidd þó
svo að þeim hafði fækkað nokkuð með vélvæðingunni. A líkan
hátt hafði tæknivæðingin alið af sér mörg störf er einkenndust af
því að mata háþróaðar vélar og taka á móti afurðum frá þeim. Á
þessum tíma var fremur lítið um krefjandi störf er tengdust sjálf-
virkni. Geta ber þess að afstaða Kerns og Schumanns breyttist
síðar meir eins og greint verður frá hér á eftir.
2. Fagra nýja veröld
Á síðasta áratug breyttist enn umræða um iðnþróun. Sífellt fleiri
fræðimenn hófu að ræða breytingar á stjórnun og skipulagi fyrir-
tækja sem og vanda efnahagslífsins almennt. Erlendis hafa hinar
nýju áherslur í atvinnulífi ýmist verið nefndar „sveigjanleg sér-
hæfing" (flexible specialization), eða „ný-fordismi“ (new-Ford-
ism, til aðgreiningar frá þeirri framleiðsluskipan er byggir á
fjöldaframleiðslu og stöðlun og kennd er við Henry Ford).
Rétt er að nefna að inntak umræðunnar hefur verið nokkuð
mismunandi eftir löndum. Samt er unnt að greina ákveðin megin-
einkenni hennar. Þannig telja fræðimenn að frá því um miðbik
áttunda áratugarins hafi efnahagslíf Vesturlanda einkennst af
samdrætti í þjóðarframleiðslu, aukinni samkeppni fyrirtækja,
óstöðugum mörkuðum, sífelldum nýjungum í afurðum og auk-
inni vöruvöndun, og vaxandi notkun fullkominna alhliða véla
(vélmenna, tölvustýrðra véla). Slík framvinda, sem einkennist af
linnulausum breytingum, vegur að rótum fjöldaframleiðsluskipu-
lagsins að mati margra fræðimanna.12 Þannig telja Bandaríkja-
mennirnir Michael Piore og Charles Sabel að núverandi vandi í
efnahagslífi stafi af „takmörkun þess iðnþróunarskipulags sem
byggir á fjöldaframleiðslu, notkun sérhæfðra véla og lítt mennt-
aðra verkamanna við framleiðslu staðlaðrar vöru“.13 Til að bregð-
12 Piore og Sabel: 1984, The Second Industrial Divide; Kern og Schumann: 1987,
„The Limits of the Division of Labour“, Economic and Industrial Democracy,
Vol. 8, 151-170.
13 Piore og Sabel: 1984, The Second Industrial Divide, 4.