Skírnir - 01.09.1992, Blaðsíða 80
342
DAVÍÐ ERLINGSSON
SKÍRNIR
unnar í (óprentuðum) rímum út af ævintýrasögu af Tryggva
karlssyni og kóngabörnum hafði í stýrinu [svo misminnir mig
jafnan. Kettan hafði reyndar lýsigull eða því líkt í kló eða loppu,
en það má einu gilda], þannig að til sást hvað hún hafðist að á
náttarþeli, þegar hún var að vekja óvinaherinn upp frá dauðum
(ef til vill sambærilegan við meinlokur, eða vindmyllur Dons
Kíkóta). Vafasamt er hvort fremstu menn í raunvísindum hafi
nokkrir verið haldnir þeirri grillu að öll þekking sem manninum
væri þörf að leita mundi leiðast fram með vitneskju um gerð og
eðli efnisins; hvað þá þeirri að slíkar rannsóknaraðferðir sem þar
ættu við væru þær einu sem leiddu fram gilda þekkingu yfirleitt.
Eigi að síður er goðsögnin um þetta raunverulegt safn af mein-
lokum eða vindmyllum sem hafa reynzt varasamar og skaðlegar.
Ekki er með þessu gert lítið úr frábærum árangri raunvísinda, að-
eins verið að segja að goðsagnarskuggi þeirra má ekki liggja sem
lamandi myrkvi yfir hugvísindum. Þau þurfa að finna og fara sín-
ar eigin leiðir, fylgja eigin leiðarljósum.
Þegar þetta er sagt, er ekki verið að hugsa um hugvísindin
vegna þeirra sjálfra eða þekkingaraukans út af fyrir sig, því að
hvaðan ætti fólki helzt að koma leiðarljóstýra á óttalegri öld sí-
breytileika og sundraðrar heimsmyndar, við það að koma sér
saman sögu sinni í þannig sjálfsmynd að manneskjan fái staðizt
og geti eignazt gott líf í menningu, ef hún kemur ekki frá þeirri
almennu sannleiksgerð, sem rannsóknir háskóla í hugvísindum
ættu að vera aflstöð í?
Sá sem dugnað og þolgæði hefur átt til að lesa þennan texta til
loka með gagnrýninni umhugsun og spurnarhug gerir sér nú
ljóst, að sú reynsla hans er eða getur verið fjórða sagan, og að
umhugsun hans og viðbrögð eru hluti af sannleiksgerð okkar. Því
það er þannig sem hún starfar.
Eftirmáli um ritun og heimildir
Við ritun um svo mikilvægt efni, í senn fjölþætt og eitt - en í lýðræðis-
samfélagi liggur líf raunar við að sem flestir láti það til sín taka, en ekki
aðeins þeir sem fengið er formlegt vald - þótti höfundi sér tvíkostsvandi
á höndum: bók eða grein? Annað hvort bók þar sem ýmsir þræðir hugs-
unar og hugmynda, sem mótað hafa afstöðu okkar, yrðu raktir sæmilega